Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Fréttir 14. nóvember 2018

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Fyrir nokkru kom ég við á verkstæði og lenti í ágætis spjalli við vini mína þar sem spjallað var vítt um daginn og veginn og kom mér til að hugsa aðeins. 
 
Síðastliðið ár hefur töluvert verið rætt um meðal vinnandi fólks um að lítið sé hugsað um kvilla sem margir þjást af sem er m.a.  kulnun í starfi, streita og síþreyta og fleira. Margir af þessum kvillum eru raktir til of mikils álags og langs vinnutíma. Fyrir þá sem telja sig hugsanlega vera að staðna í starfi eða ekki með fulla starfsorku út af einhverju af ofangreindu er hægt að finna ráðleggingar á veraldarvefnum með því einfaldlega að nota leitarvef eins og Google. Ef slegið er upp einföldum leitarorðum sem dæmi: síþreyta, kulnun í starfi, streita þá kemur ýmis fróðleikur upp. 
 
Síþreyta
 
Um þann kvilla er meðal annars ritað á Vísindavefnum:   
 
Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt.
 
Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé aðallega af sálrænum toga. Ekkert er þó vitað með vissu um orsakir síþreytu og hafa tilraunir til að finna skýringu ekki gefið afdráttarlausar niðurstöður.
 
Síþreyta einkennist af stöðugri þreytu sem byrjar nokkuð skyndilega og getur staðið yfir vikum eða mánuðum saman. Önnur algeng einkenni eru til dæmis hægari hugsun, lélegt minni, einbeitingarleysi, fælni, kvíði, þunglyndi, of lítil eða of mikil svefnþörf, vöðva- og liðverkir, hitaslæðingur, hálsbólga, meiri viðkvæmni fyrir hita og kulda, óvenjulegir höfuðverkir, ljósfælni, óregla á hægðum og munn- og augnþurrkur. Þessi einkenni þurfa þó ekki að vera öll til staðar hjá sama sjúklingnum.
 
Kulnun í starfi
 
Sálfræðingar sem starfa á vegum Vinnuverndar hafa víðtæka reynslu af ýmiss konar sálfræðistörfum og þekkja til þeirra vandamála sem geta komið upp á vinnustöðum og hjá starfsfólki. Þau vandamál geta verið af margvíslegum toga, má þar nefna streitu, kulnun í starfi, einelti, kvíða og þunglyndi. Einnig getur starfsfólk þurft á aðstoð að halda við að byggja upp sjálfstraust og við að auka vellíðan og ánægju í starfi.
 
Streita
 
Á vefnum doktor.is segir m.a. í grein eftir Björn Vernharðsson sálfræðing:
 
Streita er almennt hugtak yfir upplifun og líffræðileg viðbrögð við álagi. Víðtækar breytingar í blóðflæði og efnaskiptum undirbúa líkamann fyrir átök og álag. Þeir sem lærðu læknisfræðina á seinni hluta síðustu aldar vissu þetta og að heilinn stýrði framleiðslu streituhormóna í nýrnahettum og um áhrif þeirra á vöðva og hjarta til eflingar í bardaganum við ógnina. Rætt var um jákvæða streitu, þegar streitan nýttist til að flýja, og neikvæða streitu ef hún varð langvinn og skemmandi. Það hafði nefnilega komið í ljós við rannsóknir að streitan gat verið skaðleg fyrir hjarta og æðakerfi og andlega líðan.  Í Svíþjóð hefur verið náð góðum árangri með þeim sem hafa fundið fyrir kulnun sem byggir á því að ná fram betri samskiptum á vinnustað með því að fá eins góðar upplýsingar um aðstæður félagslegar og starfslegar og meta hvað er hægt að gera. Hafa síðan upplýsingafund með yfirmanni og skjólstæðingi í sitthvoru lagi og síðan sáttafund þar sem sett er fram samkomulag um aðgerðir í framhaldinu.
 
Þau atriði sem þarf að efla með einstaklingnum á vinnustaðnum og innra með sér eru:
 
  1. Að efla kraft og styrk.
  2. Að fá fram stefnu í sín mál sem viðkomandi er sáttur við og sér tilgang í.
  3. Að forðast alla óljósa verkaskiptingu.
  4. Að viðkomandi fái þann stuðning sem skiptir máli á vinnustaðnum bæði félagslega og með öðrum því sem er mögulega tiltækt.
  5. Að stuðla að því að viðkomandi hafi þau áhrif sem skiptir máli í þeim verkefnum sem viðkomandi á að leysa
  6. Að stuðla að því að viðkomandi geti tekið heilbrigðar og eðlilegar ákvarðanir um sitt starf.
  7. Að samskipti á vinnustað séu eðlileg og miðist við að ná árangri fyrir alla.
  8. Að samskipti miðist að því að ná fram sáttum um málefni sem skipta máli á vinnustaðnum, þar sem tekið sé tillit til allra sem skipta máli.
Kulnun er alvarlegt heilsufarslegt vandamál sem þarf að taka skipulega á. Ef viðkomandi fær ekki faglega aðstoð og stuðning við að ná sér út úr aðstæðum getur þetta orðið mjög langvarandi. Oft þess verra og langvinnara ef viðkomandi er meira lærður og hefur verið í áreynandi starfi.
 
Heilsan er of dýrmæt til að fórna, vinnan má ekki vera mikilvægari
 
Hér að ofan eru bara nokkur dæmi um orsakir þess að vinna of mikið sem ég fór að hugsa um eftir kaffistofuspjall fyrir nokkru. Það eru allt of margir á aldrinum 40+ sem ganga um skakkir og skældir vegna þess að þeir hugsuðu ekki um heilsuna. Ástæða þess að ég skrifa þetta var að fyrir nokkru kom ég á verkstæði á þeim tíma sem starfsmennirnir voru að fara í það sem þeir kalla „föstudagsvöfflukaffi“ og buðu mér. Ég taldi að ég hefði ekki tíma vegna mikillar vinnu. Við þetta svar var ég skammaður og bent á sem dæmi að stutt frá verkstæðinu væri kirkjugarður sem væri fullur af mönnum sem héldu sig vera ómissandi. Þó að það væri mikið að gera hjá mér ætti ég að setjast með þeim niður og hætta þessu stressi sem á endanum mundi drepa mig. Ég varð að játa mig sigraðan, settist niður  og var vafflan góð.

Skylt efni: kulnun | síþreyta

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...