Enginn tilraunastjóri á Stóra-Ármóti vegna manneklu
Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir hefur látið af störfum sem tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í tilraunafjósinu á Stóra Ármóti í Flóahreppi.
Grétar Hrafn Harðarson.
Hann hefur ráðið sig í hlutastarf í fóðurráðgjöf fyrir bændur hjá Jötun Vélum á Selfossi, auk þess sem hann mun sinna starfi dýralæknis hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu. Sökum manneklu við Landbúnaðarháskólann frestast framkvæmd á tilraun sem búið var að undirbúa og átti að hefjast á haustdögum en hún snýst um að skoða áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur og þá sérstaklega fituinnihald mjólkur. Búið var að fá 5 milljónir króna úr þróunarsjóði nautgriparæktar til verkefnisins.