Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Fréttir 21. apríl

Enginn styrkur til að byggja upp í Hrútey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Byggðaráð Blönduósbæjar hefur lýst miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða var synjað, sérstak­lega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu.

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi, segir að sveitarfélagið hafi sótt um styrk til að halda áfram uppbyggingu fólkvangsins í Hrútey. Áður, eða árið 2018, fékkst styrkur úr Uppbyggingarsjóði ferðmannastaða og hófust framkvæmdir að þeim styrk fengnum.

„Við viljum endilega halda áfram með þetta verkefni og teljum það skipta miklu máli fyrir uppbyggingu ferðamannastaða hér um slóðir. Það er töluvert mikið eftir að gera og við viljum fyrir alla muni halda okkar striki,“ segir Valdimar.

Norðurland vestra fær langminnst

Byggðaráð bendir í bókun sinni á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun sjóðsins á þessu ári á milli landshluta. Þar komi Norðurland vestra illa út, einungis 34 milljónir komi inn á svæðið í formi styrkja af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir króna.

Sveitarstjórnarmenn á Norður­landi vestra hafa velt þessu ósamræmi í úthlutun styrkjanna fyrir sér og eru margir hugsi. Í svonefndri Landsáætlun kemur fram að styrkir til verkefna á Vesturlandi nemi 219 milljónum, 141 milljón á Vestfjörðum, 338 milljónum á Norðurlandi eystra, 114 milljónum á Austurlandi og 1,5 milljörðum á Suðurlandi. Sem fyrr segir komi 34 milljónir til verkefna á Norðurlandi vestra.

Skylt efni: Hrútey | Blönduós

Demantshringurinn formlega opnaður
Fréttir 25. september

Demantshringurinn formlega opnaður

Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Fréttir 25. september

Ferskt íslenskt grænmeti og salat

Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir.  Þeir sem eru með m...

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Fréttir 25. september

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu

Skattafrádráttur vegna skógræktar
Fréttir 25. september

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjus...

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Fréttir 24. september

Umsóknir voru 92 um þrjú störf skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Heildarfjöldi umsókna 92 um þrjár stöður skrifstofustjóra í atvinnuvega- nýsköpu...

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur
Fréttir 24. september

Hugmyndir um sérstakt Búvörumerki fyrir íslenskar matvörur

Samráðshópur um betri merkingar matvæla hefur skilað tólf tillögum til sjávarútv...

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára
Fréttir 24. september

Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna stóð í stað á milli ára

Á hverju ári taka NMSM samtökin, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ý...

Mótun landbúnaðarstefnu
Fréttir 24. september

Mótun landbúnaðarstefnu

Nú hefur ráðherra landbúnaðarmála sett saman starfshóp sem vinna á úr fyrirliggj...