Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úr ostavinnslunni hjá Kú.
Úr ostavinnslunni hjá Kú.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2015

Enginn nýtt sér opna tollkvóta á lífrænt vottaðri mjólk

Höfundur: smh
Í annað sinn hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefið út reglugerð þar sem opnir tollkvótar á lífrænni mjólk eru auglýstir lausir til umsóknar. Um ótilgreint magn er að ræða, en tekið er fram að mjólkin sé fryst og ógerilsneydd. Gildir reglugerðin til 31. mars á næsta ári. Áður var sambærileg reglugerð gefin út fyrir tímabilið 10. nóvember 2014 til 1. júní á þessu ári, en samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun nýtti sér þá enginn þennan möguleika. 
 
Í umfjöllun hér í blaðinu á dögunum, um lækkun Mjólkursamsölunnar á verði á hrámjólk til mjólkurafurðastöðva, kom fram hjá Helga Rafni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra BioBús, sem framleiðir eingöngu lífrænt vottaðar mjólkurvörur, að svigrúm til stækkunar og breikkun vörulínunnar væri takmarkað. Sagði hann þá að það væri aðallega skortur á lífrænni mjólk sem hamlaði framsókninni. Einungis tvær mjólkurafurðastöðvar eru starfandi á Íslandi sem vinna úr lífrænt vottaðri mjólk; BioBú og Kú mjólkurbú. 
 
Helgi Rafn segir að í raun hafi þessum innflutningsmöguleika lítið verið velt upp. „Ef ég á að segja eins og er þá höfum við lítið spáð í þetta. Í fljótu bragði virðist mér þetta ekki vera sérstaklega aðlaðandi hugmynd tæknilega séð – að fara að flytja inn mjólk í klakaformi. 
 
Síðast þegar þetta var auglýst fórum við lauslega yfir þennan möguleika, en þá töldum við að það væri ekki eitthvað fyrir okkur. Ef við ætluðum að nýta okkur þennan möguleika til ostagerðar – þar sem við myndum kannski helst vilja sækja fram – þá lítur dæmið þannig út að við þyrftum að flytja inn 100 lítra af mjólk í klakaformi til að vinna úr 10 kíló af osti. Það má hins vegar vel vera að við skoðum þennan möguleika aftur. Það eru ýmsir óvissuþættir í þessu, eins og til dæmis verð og gæði á hrámjólkinni og flutningskostnaður,“ segir Helgi.
 
Enginn innflutningur hefur átt sér stað
 
Það er Matvælastofnunar að taka afstöðu til umsókna um þennan innflutning á grundvelli þess hvort sannað þykir að ekki berist smitefni með, sem geta valdið sjúkdómum í dýrum og mönnum, og skilyrði sem sett hafa verið fyrir innflutningum séu upfyllt. Að sögn Hrundar Hólm, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun, þá óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið umsagnar Matvælastofnunar um eina umsókn, frá Kú mjólkurbúi, um innflutning á lífrænni mjólk. Umsögn Matvælastofnunar var jákvæð en leyfið skyldi háð ströngum skilyrðum um eftirlit og vottun. 
 
Reglugerðin var gefin út í fyrra skiptið í kjölfarið á því að Kú mjólkurbú óskaði eftir slíkri innflutningsheimild, vegna þess að erfiðlega gekk að fá lífrænt vottaða mjólk á innanlandsmarkaði.
Þann 5. október síðastliðinn veitti Matvælastofnun svo Kú mjólkurbúi aftur leyfi fyrir innflutningi á lífrænni mjólk, háð sömu ströngu skilyrðunum. Gildistími er eitt ár en ekki er um að ræða tiltekið magn mjólkur. Hrund segir að ekki hafi enn reynt á leyfið þar sem enginn innflutningur hafi enn átt sér stað. 
Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...