Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Horft inn Berufjörð frá Djúpavogi.
Horft inn Berufjörð frá Djúpavogi.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. apríl 2017

Engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynlegar úrbætur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tvö sveitarfélög á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, hafa lýst yfir áhyggjum af ófjármagnaðri samgönguáætlun Alþingis.
 
„Fyrst og fremst þarf að horfa til öryggis vegfarenda, en alkunna er að mikil og vaxandi umferð er um allt land um þessar mundir vegna aukins ferðamannastraums til landsins og aukinna flutninga á vegum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar. Vegarkaflar á þjóðvegi 1 sem ekki hafa verið malbikaðir eru sérstaklega nefndir og segir í bókun að vegarkaflinn um Berufjörð sé á köflum varhugaverður og nánast ófær við ákveðin skilyrði. 
 
Öryggissjónarmið verði höfð að leiðarljósi
 
Vegurinn til Borgarfjarðar eystri er einnig nefndur, en mikilvægi þess vegar hefur aukist á undanförnum árum vegna aukinnar umferðar þangað. Bæjarráð Fjarðabyggðar bendir á að eitt af sex stefnumálum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sé að leggja áherslu á lagfæringu þeirra vegarkafla sem ekki eru með bundið slitlag. Hvetur bæjarráð þingmenn til að leita leiða til að koma auknu fjármagni til vegakerfis landsins, m.a. með öryggissjónarmið að leiðarljósi, „og að horfa til langtímasjónarmiða við uppbyggingu innviða landsins í heild“.
 
Samgöngukerfi komið að fótum fram
 
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fjallaði einnig um nýjustu upplýsingar um fjárveitingar vegna samgönguáætlunar 2015 til 2018 sem samþykkt var á liðnu hausti. Telur ráðið ekki við það unað að ekki verði staðið við áætlunina.
 
„Þau verkefni sem þar er að finna eru sannanlega engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynleg úrbótaverkefni á samgöngukerfi sem komið er að fótum fram,“ segir í bókun ráðsins. Augljóst sé að fjárveitingar til samgöngumála þurfi að vera að minnsta kosti 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu til að hægt sé að viðhalda og byggja upp samgöngukerfið eins og þörf sé á.
 
Krefst bæjarráð þess að þingmenn kjördæmisins gangi þannig til verks að hægt verði að fara í nauðsynlegar og samþykktar samgönguframkvæmdir á Austurlandi á þessu ári og því næsta.
 
Neitum að láta hafa okkur að fíflum eina ferðina enn
 
Miðstjórn félagasamtakanna Ungt Austurland  hefur einnig lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í ályktun samtakanna segir að nú sé kominn tími til að efna kosningaloforð.
 
„Ungir Austfirðingar neita að láta hafa sig að fíflum eina ferðina enn og krefjast þess að staðið verði við gefin loforð. Þingheimur, og þar með talinn samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, samþykkti rétt fyrir kosningar samgönguáætlun þar sem úrbótum á þessum vegum var lofað.“
 
Fram kemur í ályktun samtakanna að ónýtir vegir gangi gegn tilgangi þeirra um  bætt búsetuskilyrði á Austurlandi.
 
„Með ákvörðunum sem þessum vinna stjórnvöld beinlínis gegn því markmiði. Við það verður ekki unað.“ 
 
Úr Mjóafirði. Þessi leið nýtur vaxandi vinsælda meðal ferðamanna þótt hún sé utan Hringvegar 1 og því ekki í forgangi með viðhald. Mynd / HKr. 
 
Hvalnesskriður á Þjóðvegi 1 geta verið hættulegar vegfarendum. Mynd / HKr. 
 
Vegurinn til og frá  Borgarfirði eystri liggur um Njarðvíkurskriður sem ekki eru alltaf árennilegar. 
Mynd / HKr
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...