Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi
Fréttir 5. ágúst 2014

Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í maí og júní á þessu ári var æðarbóndi á Rifi var við aukin dauðsföll meðal æðarfugla á hans svæði. Einnig voru óeðlileg afföll hjá ritum á sama svæði. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hafði af þessari ástæðu samband við Matvælastofnun. Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar um fuglaflensu, s.s. þegar um aukin óútskýrð dauðsföll í villtum fuglum er að ræða, voru fjögur æðarfuglahræ send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Á Keldum voru tekin stroksýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Niðurstöður hafa nú borist Matvælastofnun. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST

Auk sýnatökunnar voru allir fuglarnir krufðir á Keldum. Í þeim öllum fundust ummerki um blóðsýkingu og gaf krufningin ekki til kynna að um bótúlisma væri að ræða. Bótúlismi er af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum, en erlendis koma af og til upp tilfelli um aukin dauðsföll í villtum fuglum vegna bótúlisma. Orsök aukinna dauðsfalla þessara villtu fugla er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er í samstarfi við sérfræðinga í Bandarríkjunum sem rannsaka málið nánar.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...