Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi
Fréttir 5. ágúst 2014

Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í maí og júní á þessu ári var æðarbóndi á Rifi var við aukin dauðsföll meðal æðarfugla á hans svæði. Einnig voru óeðlileg afföll hjá ritum á sama svæði. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hafði af þessari ástæðu samband við Matvælastofnun. Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar um fuglaflensu, s.s. þegar um aukin óútskýrð dauðsföll í villtum fuglum er að ræða, voru fjögur æðarfuglahræ send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Á Keldum voru tekin stroksýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Niðurstöður hafa nú borist Matvælastofnun. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST

Auk sýnatökunnar voru allir fuglarnir krufðir á Keldum. Í þeim öllum fundust ummerki um blóðsýkingu og gaf krufningin ekki til kynna að um bótúlisma væri að ræða. Bótúlismi er af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum, en erlendis koma af og til upp tilfelli um aukin dauðsföll í villtum fuglum vegna bótúlisma. Orsök aukinna dauðsfalla þessara villtu fugla er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er í samstarfi við sérfræðinga í Bandarríkjunum sem rannsaka málið nánar.
 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...