Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi
Fréttir 5. ágúst 2014

Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í maí og júní á þessu ári var æðarbóndi á Rifi var við aukin dauðsföll meðal æðarfugla á hans svæði. Einnig voru óeðlileg afföll hjá ritum á sama svæði. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hafði af þessari ástæðu samband við Matvælastofnun. Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar um fuglaflensu, s.s. þegar um aukin óútskýrð dauðsföll í villtum fuglum er að ræða, voru fjögur æðarfuglahræ send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Á Keldum voru tekin stroksýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Niðurstöður hafa nú borist Matvælastofnun. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST

Auk sýnatökunnar voru allir fuglarnir krufðir á Keldum. Í þeim öllum fundust ummerki um blóðsýkingu og gaf krufningin ekki til kynna að um bótúlisma væri að ræða. Bótúlismi er af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum, en erlendis koma af og til upp tilfelli um aukin dauðsföll í villtum fuglum vegna bótúlisma. Orsök aukinna dauðsfalla þessara villtu fugla er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er í samstarfi við sérfræðinga í Bandarríkjunum sem rannsaka málið nánar.
 

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...