Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vömbum og öðrum innyflum skilað á vinnslulínuna í sláturhúsi SAH Afurða á Blönduósi.
Vömbum og öðrum innyflum skilað á vinnslulínuna í sláturhúsi SAH Afurða á Blönduósi.
Fréttir 13. október 2014

Engar vambir lengur með slátrinu frá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fólk sem hefur verið að taka slátur til búdrýginda hefur rekið sig á að engar vambir eru lengur seldar í verslunum með slátrinu frá SS.

„Það ber helst til tíðinda að nú munum við hætta að bjóða upp á kalóneraðar vambir með slátrinu, en bjóðum þess í stað upp á tilbúna saumaða próteinkeppi sem aðeins þarf að bleyta upp í vatni áður en þeir eru fylltir og saumað fyrir. Vinnsla á kalóneruðum vömbum er mjög kostnaðarsöm og hefur farið minnkandi ár frá ári. Sífellt fleiri hafa kosið próteinkeppina undanfarin ár, enda einfaldari og hreinlegri útfærsla,“ segir Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli, þegar hann var spurður út í fréttir þess efnis að ekki væri lengur hægt að fá vambir í sláturtíðinni. Hann segir að slátursalan fari vel af stað og hvetur landsmenn til að nota tækifærið til að fylla frysta af góðri, ódýrri og bráðhollri vöru.

„Stemningsmál“ að skafa og sníða vambir og sauma keppi

Einhverjir hafa lýst óánægju sinni með þá ákvörðun SS að hætta að selja kindavambir með slátrinu.
„Við skiljum fullkomlega að neytendur sakni gömlu kalóneruðu vambanna. Sumir telja það ákveðið „stemmingsmál“ að skafa og sníða vambir og sauma keppi. Raunin er hins vegar sú að sala hefur farið minnkandi ár frá ári, vinnslan er kostnaðarsöm, tækjabúnaður úreltur og verkkunnátta í fornum vinnsluaðferðum þverrandi.  Við teljum okkur bjóða upp á betri lausn sem notið hefur sívaxandi vinsælda og tekið skal fram að ekki er um gerviefni að ræða, heldur keppi sem unnir eru úr náttúrulegu dýrapróteini og eru ætir. Þessir náttúrulegu próteinkeppir eru ákaflega handhægir enda hafa þeir um árabil verið notaðir við framleiðslu á tilbúnu slátri hjá okkur og öðrum framleiðendum hér heima og erlendis með góðum árangri.  Allt slátur sem þú kaupir út í búð er í svona keppum. Eftir sem áður eru sköpuð verðmæti úr kindavömbunum þótt þær fari í annan farveg, engu er hent,“ segir Guðmundur.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...