Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum
Fréttir 13. ágúst 2015

Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum

Höfundur: smh
Fátt hefur verið að frétta af rannsókn Lands­samtaka sauð­fjár­bænda og Mat­væla­stofnun­ar á á­stæð­um óvenju­mik­ils ær­dauða sem varð vart í vetur og vor sem leið.
 
Niðurstöður áfanga­skýrslu Mat­væla­stofnunar sem var birt 9. júlí síðastliðinn, í kjölfar spurn­inga­könnunar sem bændur svör­uðu veflægt, gáfu ekki neinar vís­bend­ingar um eina orsök fyrir vanda­málinu. Fyrstu niðurstöður úr rann­sókn á blóðsýnum, sem safnað var í sumar, gefa heldur ekki tilefni til að ætla að um einn orsakavald eða sjúkdóm sé að ræða. 
 
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra­lækn­ir hjá Matvælastofnun, segir að niðurstöður úr blóðrannsóknunum hafi borist skömmu fyrir síðustu mánaðamót og fljótt á litið sé engar sjáanlegar orsakir fyrir ærdauðanum þar að finna. „Það á hins vegar eftir að leggjast betur yfir þetta þannig að við báðum dýralækna á Keldum um að fara yfir niðurstöðurnar með okkur. Vegna sumarfría er þeirri vinnu ekki lokið og ekki hægt að gera ráð fyrir endanlegum niðurstöðum fyrr en undir lok mánaðarins í fyrsta lagi. Eins og fram kemur í áfangaskýrslunni mun vinnan við að leita orsaka halda áfram í haust, en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að um eina orsök sé að ræða. Orsakirnar geta verið margvíslegar og samspil ýmissa þátta, en fjöldinn er óeðlilegur,“ segir Sigurborg. 
 

Skylt efni: ærdauðinn | ærdauði

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...