Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum
Fréttir 13. ágúst 2015

Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum

Höfundur: smh
Fátt hefur verið að frétta af rannsókn Lands­samtaka sauð­fjár­bænda og Mat­væla­stofnun­ar á á­stæð­um óvenju­mik­ils ær­dauða sem varð vart í vetur og vor sem leið.
 
Niðurstöður áfanga­skýrslu Mat­væla­stofnunar sem var birt 9. júlí síðastliðinn, í kjölfar spurn­inga­könnunar sem bændur svör­uðu veflægt, gáfu ekki neinar vís­bend­ingar um eina orsök fyrir vanda­málinu. Fyrstu niðurstöður úr rann­sókn á blóðsýnum, sem safnað var í sumar, gefa heldur ekki tilefni til að ætla að um einn orsakavald eða sjúkdóm sé að ræða. 
 
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra­lækn­ir hjá Matvælastofnun, segir að niðurstöður úr blóðrannsóknunum hafi borist skömmu fyrir síðustu mánaðamót og fljótt á litið sé engar sjáanlegar orsakir fyrir ærdauðanum þar að finna. „Það á hins vegar eftir að leggjast betur yfir þetta þannig að við báðum dýralækna á Keldum um að fara yfir niðurstöðurnar með okkur. Vegna sumarfría er þeirri vinnu ekki lokið og ekki hægt að gera ráð fyrir endanlegum niðurstöðum fyrr en undir lok mánaðarins í fyrsta lagi. Eins og fram kemur í áfangaskýrslunni mun vinnan við að leita orsaka halda áfram í haust, en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að um eina orsök sé að ræða. Orsakirnar geta verið margvíslegar og samspil ýmissa þátta, en fjöldinn er óeðlilegur,“ segir Sigurborg. 
 

Skylt efni: ærdauðinn | ærdauði

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...