Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári
Fréttir 7. september 2022

Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnið er að því hjá Matvælastofnun að gefa þremur sauðfjárbúum varanlegt leyfi til slátrunar heima á bæjum til markaðssetningar og sölu á sínum afurðum, en frá því í fyrra hafa engar fleiri umsóknir um slík rekstrarleyfi borist.

Frá síðasta hausti hafa sauðfjárbændur átt kost á því að sækja um slík leyfi, samkvæmt reglugerð sem gefin var út í maí á síðasta ári um lítil sláturhús á lögbýlum.

Í síðustu sláturtíð höfðu þrjú sauðfjárbú fengið þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði, en þau tvö fyrrtöldu þeirra nýttu sér hana. 

Skriffinnska og kostnaður

Með þessari heimild hefur sauðfjárbændum verið gefinn sá kostur að hafa alla virðiskeðjuna í vinnslu og sölu sauðfjárafurða sinna í eigin höndum.

Til að fá þessa heimild þarf aðstaða til slátrunar og kjötvinnslu að vera fullnægjandi samkvæmt reglum.

Breytingar á húsakosti geta falið í sér talsverðan kostnað auk þess sem leyfisveitingunni fylgja skyldur um skýrsluhald utan um rekstur sláturhússins, en þetta er talið geta skýrt það hvers vegna ekki fjölgar í þessum hópi.

Hátt afurðaverð

Eftir talsverðu getur verið að slægjast fyrir bændur sem eiga þennan kost, því dæmi er um að afurðaverð fyrir lambskrokkinn sé um 25 þúsund krónur að meðaltali fyrir bændur sem slátra, vinna og selja sínar afurðir beint frá býli. Á móti kemur að talsvert meiri vinna fylgir þessu fyrirkomulagi.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...