Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust
Mynd / HKr.
Fréttir 7. september 2018

Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því.
 
Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum.
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund­vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra og Bænda­samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta:
„Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð.  
 
Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí.  Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG.  Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...