Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust
Mynd / HKr.
Fréttir 7. september 2018

Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því.
 
Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum.
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund­vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra og Bænda­samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta:
„Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð.  
 
Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí.  Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG.  Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...