Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust
Mynd / HKr.
Fréttir 7. september 2018

Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því.
 
Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum.
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund­vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra og Bænda­samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta:
„Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð.  
 
Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí.  Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG.  Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...