Eftir að hafa séð gömlum og fallegum miða af límónaðiflösku deilt á samfélagsmiðlum ákvað Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi að endurvekja límónaðiframleiðslu í heimabæ sínum.
Eftir að hafa séð gömlum og fallegum miða af límónaðiflösku deilt á samfélagsmiðlum ákvað Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi að endurvekja límónaðiframleiðslu í heimabæ sínum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 16. desember 2020

Endurvakti einfaldan svaladrykk og notar aldagamla uppskrift

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir – Landsbygdens Folk

Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi ákvað fyrir nokkrum árum að endurvekja framleiðslu á handgerðu límonaði eftir aldagamalli uppskrift og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú eru bragðtegundirnar orðnar tíu talsins og hefur hann ásamt konu sinni, Micahelu, opnað samkomu- og sölustað á gömlum veitingastað í bænum sem þau gerðu upp. 

Það var fyrir rúmum hundrað árum sem Oskar Eriksson byrjaði að framleiða límonaði og aðra sæta drykki undir merkjum Övermark Läskedrycksfabrik í Övermark í Finnlandi. Sjötíu og sjö árum síðar kviknaði áhugi Fredrik á að hefja framleiðslu á límonaði eftir að hafa séð mynd af flösku með fallegum miða úr upprunalegu verksmiðjunni. Á þessum tíma hafði fjöldinn allur af gömlum límónaðimiðum fundist í veggjum á húsi sem verið var að gera upp, miðar frá Övermark Läskedrycksfabrik, sem notaðir höfðu verið til einangrunar.

Byrjaði með Sodastream-tæki í eldhúsinu

„Gamla nostalgíuhjartað í mér sló mjög ört og mér fannst ég þurfa að endurvekja þessa gömlu framleiðslu eftir að hafa séð myndina á samfélagsmiðlum. Ég hafði samband við son Oskars, sem er á tíræðisaldri, sem gaf mér grænt ljós á að nota nafn hins gamla fyrirtækis og ég fékk alla gömlu flöskumiðana með mér ásamt upprunalegri uppskrift að límónaði,“ segir Fredrik og bætir við:

„Þannig að ég dreif mig heim og byrjaði á tilraunastarfsemi heima í eldhúsi með Sodastream-tækið mitt þar sem ég fann fullkomna blöndu af kolsýru og hugmyndaflugi. Ég gerði fyrstu framleiðsluna fyrir sölu í kringum jólin árið 2017 en þá náði ég að selja um 200 flöskur með granateplabragði. Í grunnuppskriftinni var bæði sítrónusýra og sykur sem ég held mig við en kolsýran á þessum tíma var mýkri og mildari heldur en við þekkjum í dag. Þess vegna notast ég við kolsýru sem notuð er í bjór sem er búinn að gerjast. Þá fáum við ferskt sýrustig sem framkallar bragðið enn betur.“

Hráefni úr nágrenninu

Nú eru bragðtegundirnar orðnar tíu talsins og er Fredrik stöðugt að þróa nýjar bragðtegundir í límónaðið. 

„Við höfum minna geymsluþol en flestir drykkir af svipaðri tegund því við setjum engin litar-, bragð- eða rotvarnarefni í þá. Það eina sem við bætum við er sítrónusýran og sykur ásamt örlitlu salti í lok framleiðsluferilsins. Við leggjum aðaláherslu á að nota hráefni hér úr nágrenninu eins og ber og ávexti, blöð af trjám og svo framvegis. Það er í raun hvað náttúran getur boðið okkur á hverjum tímapunkti sem við nýtum í límónaðidrykkina,“ segir Fredrik sem rekur verksmiðjuna með konu sinni, Michaelu, en nýverið keyptu þau húsnæði gamals veitingastaðar í bænum sem þau hafa gert upp og selja nú sínar eigin vörur þaðan ásamt því að vera dugleg að sækja bænda- og matarmarkaði í nágrenni við sig. 

Fredrik Bäckstrand.

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...