Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráð­herra
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráð­herra
Fréttaskýring 19. ágúst 2019

Endurskoða þarf lagaumgjörð um úthlutun tollkvóta

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
 
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráð­herra, sagði eftir að seinni niður­staða ráð­gjafarnefndar um inn- og út­flutning landbúnaðarvara lá fyrir, að engir hryggir yrðu flutt­ir til landsins á lágum tollum og málinu því lokið.
 
Ráðuneytið sendi frá sér til­kynningu um málalyktir 1. ágúst en Kristján Þór fór einnig í saumana á því á Facebook-síðu sinni sama dag. Ráðherra gagnrýndi afurðastöðvar fyrir sinn þátt í málinu og sagði að það væri áminning um að endurskoða þyrfti lagaumgjörð um úthlutun tollkvóta.
 
„Samkvæmt gildandi lögum er það hlutverk ráðgjafarnefndarinnar að meta hvort skortur sé á tiltekinni vöru en til þess að svo sé þurfa tiltekin lagaskilyrði að vera uppfyllt, m.a. þarf varan að vera fáanleg frá ákveðnum fjölda framleiðenda. Ef skortur er fyrir hendi þá skal nefndin gera tillögu til ráðherra um úthlutun tollkvóta þannig að heimilt sé að flytja umrædda vöru inn til landsins á lægri tollum. Seint í síðustu viku lagði ráðgjafarnefndin til við mig að opnað yrði á tollkvóta á lambahryggjum í ljósi þess að skortur væri fyrir hendi. Áður en ég afgreiddi málið fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu afurðastöðva. Meðal annars hafði ein afurðastöð, sem átti enga lambahryggi samkvæmt fyrri upplýsingum nefndarinnar, keypt lambahryggi af annarri afurðastöð. Eftir samráð við lögfræðinga ráðuneytisins var ljóst að í þessum upplýsingum fólst að forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar um skort væru mögulega brostnar. Því var óumflýjanlegt annað en að óska eftir því við nefndina að hún myndi endurmeta fyrri afstöðu sína og beindi ég því sérstaklega til hennar að rannsaka birgðastöðuna eins náið og kostur væri. Sem fyrr segir liggur endanleg niðurstaða nefndarinnar nú fyrir þess efnis að ekki sé skortur á lambahryggjum,“ segir í færslu Kristjáns Þórs.
 
Afurðastöðvar fóru fram úr sér
 
Hann sagði að um málið mætti hafa mörg orð: „Ég tel til dæmis augljóst að afurðastöðvar fóru fram úr sér með því að flytja til útlanda síðastliðinn vetur umfangsmikið magn af hryggjum. Afleiðing þeirra ákvarðana virðist vera sú að þessar sömu afurðastöðvar geta nú ekki sinnt eftirspurn íslenskra verslana og þar með neytenda eftir hryggjum. Slík staða er ekki til þess fallin að gæta hagsmuna hvorki neytenda né bænda.“
 
Ráðherra vill leggja nefndina niður 
Kristján Þór segir að málið sé áminning um að endurskoða þurfi lagaumgjörð þessara mála. „Almennt séð verður að teljast óeðlilegt að einstakar afurðastöðvar geti að sjálfsdáðum beitt sér fyrir því að koma í veg fyrir innflutning með því að versla sín á milli með þessum hætti. Úthlutun tollkvóta þarf raunar að endurskoða með heildstæðum hætti og hófst sú vinna á fyrri hluta síðasta árs. Afrakstur hennar má sjá í frumvarpi sem ég lagði fram í samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði en þar er m.a. lagt til að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara verði lögð niður. Markmið frumvarpsins er m.a. að gera allt regluverk um úthlutun tollkvóta sanngjarnara og einfaldara. Þetta mál kallar mögulega á frekari breytingar á því frumvarpi en það verður lagt fram á Alþingi í haust,“ segir Kristján Þór.
 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...