Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurheimta MSC-vottun
Mynd / VH
Fréttir 7. desember 2020

Endurheimta MSC-vottun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Skírteinið gildir í fimm ár, frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.


Samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að erfiðlega hafi gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum en þar segir einnig að ljóst sé að COVID-19 sé þar stærsti orsakavaldurinn.

Að sögn Kristins Hjálmarssonar, verkefnisstjóra hjá ISF, Icelandic Sustainable Fisheries, vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum. „Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðanleg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi. Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og samvinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og framleiðenda.“

Á heimasíðunni segir að rétt sé að taka fram að þó þessi áfangi hafi náðst sé nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt sé að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar.

Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...