Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurheimta MSC-vottun
Mynd / VH
Fréttir 7. desember 2020

Endurheimta MSC-vottun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Skírteinið gildir í fimm ár, frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.


Samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að erfiðlega hafi gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum en þar segir einnig að ljóst sé að COVID-19 sé þar stærsti orsakavaldurinn.

Að sögn Kristins Hjálmarssonar, verkefnisstjóra hjá ISF, Icelandic Sustainable Fisheries, vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum. „Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðanleg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi. Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og samvinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og framleiðenda.“

Á heimasíðunni segir að rétt sé að taka fram að þó þessi áfangi hafi náðst sé nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt sé að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar.

Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...