Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Fréttir 13. maí 2020

Endurbygging og langþráð viðhald

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdir við endurbætur á garðskála Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hófust 14. apríl síðastliðinn en skálinn skemmdist mikið í óveðri sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Samhliða endurbyggingunni er unnið að langþráðu viðhaldi skólans.

Kostnaður við endurgerð skálans er talinn vera 100 til 120 milljónir króna.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans, segir að tjónið í veðrinu hafi verið mikið og ákveðið hafi verið að flýta enduruppbyggingu garðskálans sem fara áttu fara fram í sumar.
„Starfsmenn skólans sáu um að fjarlægja allan gróður í skálanum og var hann ýmist tekinn upp til geymslu eða plönturnar sagaðar niður, enda margar hverjar orðnar fullstórar fyrir garðskálann.“

Skemmdir á skálanum í óveðrinu voru miklar.

Fjármagn tryggt

„Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með verkfræðistofunni Verkís. Að baki endurgerð skálans liggur nokkurra ára undirbúningur sem byggir á þarfagreiningu fyrir starfsemina á Reykjum. Fjármagn til endurbyggingarinnar hefur verið tryggt á fjárlögum síðustu fjögurra ára og er stefnt að því að heildarkostnaður við endurgerð skálans sjálfs hlaupi á um 100 til 120 milljónir króna.“

Langþráð viðhald

Að sögn Guðríðar hefur, samhliða undirbúningsvinnu við endurgerð garðskálans, heilmikið og langþráð viðhald átt sér stað á húsakosti skólans, útveggir klæddir og einangraðir, búið að endurnýja þök á kennslustofum og matsal og setja nýtt gler í alla glugga. Stefnt er að því að verkinu ljúki áður en kennsla hefst í haust.

Plöntum úr skálanum var komið í geymslu á meðan endurbygging hans fer fram. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...