Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Fréttir 13. maí 2020

Endurbygging og langþráð viðhald

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdir við endurbætur á garðskála Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hófust 14. apríl síðastliðinn en skálinn skemmdist mikið í óveðri sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Samhliða endurbyggingunni er unnið að langþráðu viðhaldi skólans.

Kostnaður við endurgerð skálans er talinn vera 100 til 120 milljónir króna.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans, segir að tjónið í veðrinu hafi verið mikið og ákveðið hafi verið að flýta enduruppbyggingu garðskálans sem fara áttu fara fram í sumar.
„Starfsmenn skólans sáu um að fjarlægja allan gróður í skálanum og var hann ýmist tekinn upp til geymslu eða plönturnar sagaðar niður, enda margar hverjar orðnar fullstórar fyrir garðskálann.“

Skemmdir á skálanum í óveðrinu voru miklar.

Fjármagn tryggt

„Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með verkfræðistofunni Verkís. Að baki endurgerð skálans liggur nokkurra ára undirbúningur sem byggir á þarfagreiningu fyrir starfsemina á Reykjum. Fjármagn til endurbyggingarinnar hefur verið tryggt á fjárlögum síðustu fjögurra ára og er stefnt að því að heildarkostnaður við endurgerð skálans sjálfs hlaupi á um 100 til 120 milljónir króna.“

Langþráð viðhald

Að sögn Guðríðar hefur, samhliða undirbúningsvinnu við endurgerð garðskálans, heilmikið og langþráð viðhald átt sér stað á húsakosti skólans, útveggir klæddir og einangraðir, búið að endurnýja þök á kennslustofum og matsal og setja nýtt gler í alla glugga. Stefnt er að því að verkinu ljúki áður en kennsla hefst í haust.

Plöntum úr skálanum var komið í geymslu á meðan endurbygging hans fer fram. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...