Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins.

Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023.

Fagna áframhaldandi uppbyggingu

Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. 

Skylt efni: Vegagerð | Snæfellsvegur

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...