Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins.

Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023.

Fagna áframhaldandi uppbyggingu

Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. 

Skylt efni: Vegagerð | Snæfellsvegur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...