Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins.

Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023.

Fagna áframhaldandi uppbyggingu

Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. 

Skylt efni: Vegagerð | Snæfellsvegur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f