Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Fréttir 15. mars 2022

Eldvarnir alltaf mikilvægar

Undanfarin ár hefur sívaxandi áhersla verið lögð á eldvarnir í sveitum landsins. Hildur Birna Gunnarsdóttir var því mætt á Búnaðarþing að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eld­varna­miðstöðin byðu upp á í þeim efnum.

Hildur segir að þau hafi marg­víslegan eldvarnarbúnað upp á að bjóða, en oft sé fólk svolítið andvaralaust gagnvart hættunni á eldsvoðum.

„Því miður þarf oft svolítið mikið að gerast til að fólk kveiki á perunni. Margir eru þó vel meðvitaðir um að það þurfi að hafa eldvarnir í lagi. Þetta er þó þannig að fólk verður alltaf að vera vakandi fyrir þessu, passa upp á að tækin séu í lagi og endurnýja búnað. Það á sérstaklega við í sveitum þar sem langt er í næsta slökkvilið,“ sagði Hildur.
Hildur segir að öll slökkvitæki hafi eitthvað sér til ágætis, en þau séu þó yfirleitt sérhæfð til að glíma við mismunandi elda. Dufttæki dugi á flest, en duftið sé vissulega andstyggilegt að þrífa ef nota þurfi slík tæki í heimahúsum. Froðutæki og kolsýrutæki séu að því leyti betri, en hafa þurfi þar varann á ef um eld af völdum rafmagns sé að ræða. Hún nefnir líka að eldvarnarteppin séu stórlega vanmetin. Þau geti gengið til að kæfa elda af öllu tagi, ekki bara í pottum með steikingarfeiti. 

– Sjá nánar af sýnendum á Bú­greina­­þingi á bls. 26 og 27 í nýjasta Bændablaði

Skylt efni: eldvarnir

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...