Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Mynd / Arnarlax
Fréttir 28. september 2022

Eldislaxar greindir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður DNA greininga Mast á 32 löxum sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði í ágúst síðastliðnum sýna að 16 laxar af þessum 32 reyndust eldislaxar. Hinir 16 reyndust villtir.

Vísbendingar eru um að eldis­laxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.

Endurkeyra þarf DNA grein­inguna til að geta staðfest bráðabirgðaniðurstöðurnar og í framhaldi af því verður hægt að rekja uppruna eldislaxanna nánar.

Tilkynnt um gat í sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlax mánudaginn 30. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði.

Gatið uppgötvaðist við neðan­sjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á um tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2 x 2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 laxar með meðalþyngd 0,8 kg.

Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 31. júlí síðastliðinn og var nótarpoki þá heill.

Skylt efni: eldislaxar

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...