Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Byssufestingarnar og pallurinn kom að góðum notum við flutninga á búnaði til keppnishaldsins niður á svellið.
Byssufestingarnar og pallurinn kom að góðum notum við flutninga á búnaði til keppnishaldsins niður á svellið.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 13. apríl 2018

Ekki stærsta sexhjólið á markaðnum, en gott vinnutæki

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta mánuði tók ég að mér að sjá um ísaksturskeppni á lítilli tjörn uppi á Mosfellsheiði. Til að hægt sé að halda svona keppni er ekki verra að hafa fjórhjól eða sexhjól með snjótönn til að marka brautina og þeir í Stormi buðust til að lána mér sexhjól til verksins. 
 
Ég var ekki seinn að þiggja boðið og fékk hjólið afhent kvöldið fyrir keppni á litlum vörubíl sem Stormur á.
 
Mikill munur frá gamla 500cc. Polaris sexhjólinu sem prófað var 2010
 
Þann 21. október 2010 skrifaði ég hér í Bændablaðið um Polaris 500cc. sexhjól sem skilaði því verkefni sem ég lagði fyrir hjólið vel og örugglega. 
 
Nýja hjólið sem nú var prófað er með stærri vél og í stað keðju á því gamla er nýja hjólið komið með drifbúnað í formi drifhásinga og drifskafta. Þrátt fyrir að drifsköft séu þunglamalegur búnaður hentar þetta betur, sérstaklega viðhaldslega séð. Framfjöðrunin er með rúmlega 20 cm slaglengd og afturfjöðrun á báðum afturöxlunum hefur um 24 cm slaglengd. Á pallinn má setja 340 kg burð. Hef séð snilldarlega smíðað búr á palli eins og er á þessu hjóli fyrir sauðfé sem var að vísu með aðeins stærri vél fulla af kindum. 
 
Gott vinnutæki sem létti mikið undir vinnu við keppnishaldið
 
Þyngdin á hjólinu án nokkurs aukabúnaðar er 495 kg, en prufuhjólið var með snjótönn sem varla vegur mikið meira en 40–50 kg. Þessa snjótönn er auðvelt fyrir einn mann að setja á og taka af sem þurfti til að hægt væri að keyra sexhjólið upp á pallbílinn og taka það af honum. 
 
Snjótönnin er tengd í spilið svo hægt sé að setja tönnina niður og lyfta upp. Vilji maður breyta skurðinum á tönninni þarf maður að fara af hjólinu og færa til handvirkt. Með þennan útbúnað var keppnisbrautin rudd og einnig æfingabraut fyrir keppendurna og var hjólið ekki í neinum vandræðum með það. Einnig kom pallurinn sér vel þegar flytja þurfti inn á svellið fánastangir og sjúkrabúnað björgunarsveitarinnar sem sá um sjúkragæslu á keppninni.
 
Mikið flot í snjónum og aldrei vandamál með grip
 
Ýmislegan annan búnað þurfti að flytja inn á svellið þar sem verið var að kvikmynda keppnina út af stuttmynd sem verið er að gera. Nýttist sexhjólið vel kvikmyndagerðarmönnunum þar sem flotið í dekkjunum var gott. Aldrei var neitt vandamál að keyra sexhjólið í mjúkum snjónum, þó að keppnishjólin hafi verið að sökkva í krapann var sexhjólið bæði með ökumann og tökumann og tönnina á sem alls hefur væntanlega verið nálægt 800 kg. Allavega voru kvikmyndamennirnir ánægðir með hjólið og sögðu þetta hafa virkilega hjálpað þeim og létt undir langan tökudag.
 
Fínt vinnutæki á góðu verði
 
Þetta sexhjól er með dráttar­vélaskráningu og má því aka á vegum. Það er ólíkt gamla 500 hjólinu sem ég prófaði 2010 sem var með torfæruskráningu og ekki ætlað til aksturs í umferð.
 
Verð Polaris Sportsman 6X6 Big Boss 570LE er 2.650.000, hjólið kemur þar af leiðandi með fullan ljósabúnað, stefnuljós og bremsuljós rétt eins og önnur farartæki sem ætluð eru í umferð. Réttindi til að aka hjólinu eru dráttarvélaréttindi eða bílpróf. 
 
Ýmsan aukabúnað er hægt að setja á Polaris hjól, sem dæmi: 
 
Byssufestingar á rúm 18.000, snjótönnin kostar 199.000, rúða fyrir framan ökumanninn kostar um 20.000 og veltibogi er á rétt innan við 50.000, ýmislegt annað er hægt að fá á hjólið og um að gera að spyrja sölumanninn séu einhverjar óskir um aukabúnað.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Bensíntankur 25,5  L
Hæð 1.444 mm
Breidd 1.245 mm
Lengd 2.950 mm

 

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...