Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ekki ósnertanleg
Skoðun 1. mars 2016

Ekki ósnertanleg

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarstefna Evrópu­sambands­ins, „The common agricultural policy,“ eða CAP, er eins og búvörusamningum á Íslandi, ætlað að hjálpa bændum við að framleiða næga fæðu handa íbúunum.
Búvörusamningur ríkisins við íslenska bændur á sér því hliðstæður sem finna má í flestum ríkjum heims, meira að segja í landi frelsisins – Bandaríkjunum. 
 
Þótt þjóðir heims telji mikið til vinnandi að veita miklu fjármagni til landbúnaðar svo tryggja megi fæðuöryggi þegnanna, þá er ekki þar með sagt að það sé sama hvernig það er gert. Hvort sem nýgerðir búnaðarsamningar á Íslandi verða samþykktir möglunarlaust eða ekki, þá verður að skoða áfram alla möguleika á að gera kerfið skilvirkara og sem ódýrast. Auka enn frekar öryggi matvælanna og rekjanleika auk þess að setja það sem höfuðmarkmið að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hefja þarf markvissa vinnu við að gera íslenskan landbúnað eins sjálfbæran og nokkur kostur er. Það mun gera gæfumuninn, bæði fyrir bændur, sem og þjóðina alla, þegar til framtíðar er litið. 
 
CAP, sem upphaflega var sett í gang árið 1962, er einnig ætlað að tryggja að fæðan sem framleidd er sé örugg (meðal annars í gegnum rekjanleika). Að bændur sé verndaðir fyrir verðsveiflum og markaðshruni. Þeim sé hjálpað við að fjárfesta til að nútímavæða sinn búskap. Búa til og verja störf í matvælageiranum. Vernda umhverfið og stuðla að velferð dýra. CAP er líka ætlað að verja veikar byggðir í dreifbýlinu með því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. Þar hefur kerfisköllum í Brussel reyndar hrapallega mistekist.
 
Eftir hálfa öld undir þessum samningi, sem í grundvallaratriðum hafði verið lítið breytt, voru gerðar nokkrar breytingar á CAP 2013. Þar var samt aðaláherslan enn lögð á fæðuöryggið, „food security“. 
Í nýjum CAP-samningi var einnig bent á spá sem gerir ráð fyrir að íbúum jarðar muni fjölda úr 7 í 9 milljarða fram til 2050. Að hlýnun jarðar muni valda miklum bú­sifjum í landbúnaði víða um heim. Því sé afar mikilvægt að halda dreifðum byggðum Evrópu á lífi svo þær geti þegar á þarf að halda verið reiðubúnar til að takast á við aukna matvælaframleiðslu. Fram til 2050 verði heimsbyggðin nefnilega að tvöfalda landbúnaðarframleiðslu sína ef allt þetta fólk eigi að geta dregið fram lífið. Það þýðir að baráttan um brauðið mun harðna og það verulega. 
 
Einn angi af lífsbaráttunni er baráttan um vatnið. Hún er ekki aðeins óraunveruleg martröð úr fjarlægri framtíð, því hún er staðreynd þegar í dag. Þetta gat heimsbyggðin m.a. séð í fréttum í byrjun þessarar viku af baráttu um vatn í indverskri stórborg. Bandaríkjamenn eru nú að ganga inn í slíka martröð líka. 
Skiptir þetta Íslendinga engu máli? Erum við kannski hafin yfir aðrar þjóðir varðandi skyldu okkar til að vera sjálfbjarga um frumnauðsynjar, mat og vatn? 
 
Það mætti ætla af umræðunni að við séum ósnertanleg í þessum efnum. Hér getum við hagað okkur eins og fífl og stólað á að einhverjir aðrir sjái alla tíð um að framleiða matinn ofan í okkur. Kaupum bara frá útlöndum matvælin sem greidd eru niður af almenningi í viðkomandi löndum. Líkt og bankamenn og fjárfestar stóluðu á að almenningur á Íslandi og í útlöndum borgaði brúsann af þrifunum þegar þeir voru búnir að drulla upp á bak. 
 
Fólk með slíkan þankagang mætti alveg fara að gera sér það ljóst að framleiðsla á mat gerist ekki af sjálfu sér. Kjöt og grænmeti vex ekki í kæliborðum verslana frekar en fiskurinn sem sjómennirnir okkar veiða.  
 
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...