Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ekki gert upp við bændur með sama hætti og áður
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekki gert upp við bændur með sama hætti og áður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópa­skeri, segir að engar ákvarðanir um verð fyrir sauðfjárafurðir hafi enn verið teknar hjá fyrirtækinu. „Ég get ekki nákvæmlega sagt fyrir um eins og mál standa nú hvernær við birtum verð en vaninn er að birta það í kringum miðjan ágúst,“ segir hann. Sláturtíð verður með álíka hætti hjá Fjallalambi og verið hefur undanfarin ár og hefst í byrjun september.
 
Björn Víkingur segir enn ekki komna endanlega niðurstöðu varðandi það hvernig fyrirtækið hyggist gera upp við bændur í komandi sláturtíð, „en það er alveg ljóst að ekki verður hægt að gera upp við bændur með sama hætti og verið hefur,“ segir hann.
 
Fjallalamb tekur afurðalán líkt og undanfarin ár. Birgðir eru meiri en var á sama tíma í fyrra, en framkvæmdastjórinn segir að um 100  tonnum meira sé nú til í birgðum hjá fyrirtækinu en var á sama tíma á síðasta ári.
 
Þurfum að taka á vandanum
 
Björn Víkingur segir að finna verði leiðir til þess að flytja út meira af kjöti á erlenda markaði. „Við þurfum nauðsynlega að taka á þessum vanda og það verður að gera sláturleyfishöfum kleift að selja lambakjöt erlendis án þess að þeir tapi á því,“ segir Björn Víkingur.
 
Varðandi kvartanir sem borið hefur á um að ekki sé ávallt nægt kjöt í boði í verslunum og menn hafa verið að ræða á samfélagsmiðlum segir hann að mjög erfitt geti verið að sjá fyrir sölu, t.d. á grillkjöti. Sú sala fari nánast algjörlega eftir veðri. „Við reynum að sjálfsögðu að hafa alltaf til nóg af öllum vörum,“ segir hann.
 
Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.