Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Reglur um útivist nautgripa eru tilkomnar út frá velferðarsjónarmiðum. Samkvæmt reglum skulu mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta.
Reglur um útivist nautgripa eru tilkomnar út frá velferðarsjónarmiðum. Samkvæmt reglum skulu mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta.
Mynd / gbe
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegna vanrækslu. Kúnum var haldið inni allt sumarið en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa skulu allar mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

„Mér sýnist það nokkuð augljóst að aukinn fjöldi róbótafjósa hefur áhrif. Það virðist gleymast að koma upp skipulögðum beitarsvæðum í nágrenni fjóssins þegar róbótar eru teknir í notkun,“ segir Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.

Stjórnvaldssektir til kúabúanna þriggja námu frá 350.000 krónum til 540.000 króna og réðust sektirnar meðal annars af fjölda gripa á hverju búi. Sigurbjörg segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögð er sekt við því að hleypa kúm ekki út. „En þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvaldssekt er stiguð eftir þar til gerðri matrixu vegna skorts á útivist eftir því sem ég best veit.“

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að dæmum um brot á reglugerð um útivist hafi fjölgað með tilkomu mjaltaþjóna. „Róbótinn mjólkar allan sólarhringinn og tryggja þarf að kýrnar mæti í mjaltir. Menn tala um minni afurðir vegna verri mætingu í mjaltir og fleira. Ég hef alveg skilning á því og að það geti verið áskorun að setja út ef búin eru orðin mjög stór. Hins vegar er þetta líka ímyndarmál og ég held að það sé í flestum tilfellum vel framkvæmanlegt að setja kýrnar út.“

Caption
Velferðarsjónarmið

Kröfur um útivist nautgripa voru auknar með breytingu á reglugerð um velferð nautgripa árið 2022. Í eldri útgáfu reglugerðarinnar var einungis talað um átta vikna útivist en viðbótin snýr að því að kýr þurfi að fá að lágmarki átta vikna útivist á grænum grösum.

Sigurbjörg skrifaði um útivist nautgripa í aðsendri grein í Bændablaðinu í fyrra. Þar segir að krafa um útivist nautgripa sé tilkomin út frá velferðarsjónarmiðum, til þess að nautgripirnir hafi möguleika á að sinna sínu eðlilega atferli við að bíta gras, en einnig út frá heilsufarssjónarmiðum þar sem nautgripir, líkt og menn, taka D-vítamín upp í gegnum húðina í sólskini.

Graðnaut og ungir kálfar eru undanskildir reglu um útivist. Síðasta tækifæri til þess að setja gripi út og ná átta vikna útivist er 15. ágúst.

Tvenns konar eftirlit

Eftirlitið með útivist nautgripa fer fram á tvennan hátt samkvæmt upplýsingum af vef Matvælastofnunar. Annars vegar þegar fylgt er eftir ábendingum sem stofnuninni berast og hins vegar eru eftirlitsmenn með virkt eftirlit á ferðum sínum um héruð landsins.

„Til þess að staðfesta útivist fylgist eftirlitsfólk Mast með því yfir sumarið hvort kýr sjáist úti á bæjunum. Þar sem ekki sjást neinar kýr úti er farið heim á bæina og rætt við bændur, spurt um útivist og farið fram á að eftirlitsfólki sé vísað á þær dyr sem kýrnar ganga venjulega um. Ummerki um umgang eru auðþekkjanleg,“ segir Sigurbjörg.

Ef grunur vaknar um að krafa um lögbundna útivist nautgripa sé ekki uppfyllt er það bóndans sem heldur þau að sanna að svo sé. Það getur hann til dæmis gert með útivistardagbók.

„Hugmyndin um útivistardagbók er nýleg – en nokkuð sem bændur þurfa að tileinka sér til þess að sanna að kýrnar fari í raun og veru út í tilsettan tíma.“

Matvælastofnun getur beitt dagsektum til að þvinga fram úrbætur á útivistarákvæðinu, en ef það dugar ekki til hefur stofnunin heimild til að leggja á stjórnvaldssekt, eins og gert var í tilfelli kúabúanna á Vesturlandi.

Til stendur að eftirlit með útivist mjólkurkúa fari fram í öllum umdæmum sumarið 2024. Jafnframt verður eftirlit haft með útivist kvígna.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...