Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ekki bólar á nýjum reglugerðardrögum um velferð alifugla
Mynd / smh
Fréttir 28. ágúst 2014

Ekki bólar á nýjum reglugerðardrögum um velferð alifugla

Höfundur: /smh

Ný lög um velferð dýra tóku sem kunnugt er gildi hinn 1. janúar síðastliðinn. Ljóst var að uppfæra þurfti reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra – til samræmis við hin nýju lög. Skipaðir voru sjö starfshópar til að vinna tillögur til ráðuneytisins fyrir allt búfé og gæludýr. Í byrjun júní var frá því greint í Bændablaðinu að umsagnarferlum um tillögurnar væri lokið, en þá var einnig upplýst úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að ákveðið hefði að skrifa inn nýtt ákvæði um leyfilegan þéttleika alifugla í alifuglaeldi – og senda drögin svo aftur út til umsagnar. Nú, tæpum þremur mánuðum síðar, liggja þessi drög ekki enn fyrir.

Í drögunum, sem síðan voru dregin til baka, var gert ráð fyrir heimild fyrir enn þéttbærari alifuglaeldi en tíðkast hefur hingað til. Þau mættu mikilli andstöðu, meðal annars frá Dýraverndarsambandinu og samtökunum Velbú. Í umsögn frá Dýraverndarsambandinu um drögin sagði meðal annars að engan veginn væri réttlætanlegt að auka enn á þrengsli alifugla með því að leyfa allt að 39 eða 42 kg á fermetra, þótt með skilyrðum sé. Það væri ekki samrýmanlegt laga né reglugerðar um dýravelferð.

Unnið að öflun upplýsinga

Þá hefur heldur ekki verið unnið úr öðrum reglugerðadrögum um velferð búfjár og gæludýra. Rebekka Hilmarsdóttir, lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, segir að frekari upplýsingar um vinnslu reglugerðanna liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Varðandi reglugerð um velferð alifugla er verið að afla upplýsinga og gagna vegna athugasemda umsagnaraðila.

Það fer eftir umfangi og efni reglugerðar hversu langan tíma tekur að vinna reglugerð eftir að umsagnaferli lýkur. Þá fer það einnig eftir efni og umfangi athugasemda hversu hratt er unnt að vinna úr athugasemdunum. Það er því mjög misjafnt hversu langur tími líður frá því að umsagnaferli lýkur þar til reglugerð er birt. Hafa þarf einnig í huga að hér er um að ræða sjö reglugerðir sem sækja lagastoð sína í nýjan lagabálk.“

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...