Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Varan sem hér er merkt sem „spínat“ inniheldur ekki spínat, sem hefur latneska heitið „spinacia oleracea“, heldur spínatkál sem hefur latneska heitið „brassica rapa“.
Varan sem hér er merkt sem „spínat“ inniheldur ekki spínat, sem hefur latneska heitið „spinacia oleracea“, heldur spínatkál sem hefur latneska heitið „brassica rapa“.
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Fréttir 29. september 2025

Ekkert spínat að finna í vöru merkt sem „spínat“

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vara frá Lambhaga hefur ranglega verið merkt sem „spínat“ á undanförnum vikum í verslunum.

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) barst í sumar kvörtun frá neytanda um breyttar merkingar á vörunni „spínatkál“ frá Lambhaga – þar sem vöruheitið „spínat“ væri komið í staðinn með latneska heitinu „brassica rapa“. Rétt latneskt heiti á spínati er hins vegar „spinacia oleracea“.

HER gaf Lambhaga mánaðarfrest til endurmerkinga, eða til 1. ágúst. Í eftirlitsferðum í september var hins vegar verið staðfest að varan hefur enn ekki verið endurmerkt. Var í framhaldinu haft samband við fyrirtækið og ítrekað að endurmerkja skyldi vöruna. Í skýringum frá Lambahaga til HER kom fram að nýir miðar væru enn í prentun og staðfesting á nýju útliti miða hefur nú borist þar sem varan er skýrt merkt spínatkál. Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðisfulltrúi HER, segir að málinu verði áfram fylgt eftir.

Sambærilegt mál Lambhaga frá 2016

Sambærilegt mál kom upp árið 2016, þegar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst kvörtun frá Hollt og gott vegna merkinga á vöru frá Lambhaga, sem „Lambhagaspínat“.

Við rannsókn og eftirlit HER á málinu kom í ljós að um var að ræða káltegundina „brassica rapa“. Samkvæmt upplýsingum frá Lambhaga til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var um að ræða Komatsuna-fræ sem nefnast „Japanese mustard spinach“ á ensku.

Í framhaldinu var farið fram á að Lambhagi breytti um merkingar, enda talið villandi að merkja kál sem spínat. Niðurstaða Lambhaga var að merkja kálið sem spínatkál og leitaði HER staðfestingar MAST á því hvort að sú merking væri heimil.

Þar sem spínat er notað í samsettum orðum og þekkist í t.d. Fjallaspínat taldi MAST að heitið uppfyllti skilyrðin og hefur Lambhagi merkt Brassica rapa með íslenska heitinu spínatkál siðan. Latneska heitið hefur verið látið fylgja en heilbrigðiseftirlitið telur að það sé þá enn skýrara fyrir neytendur að ekki sé um að ræða spínat þ.e. spinacia oleracea. /smh

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...