Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þegar álftir komast í kornakra geta þær eyðilagt stórar spildur á skömmum tíma.
Þegar álftir komast í kornakra geta þær eyðilagt stórar spildur á skömmum tíma.
Mynd / HKr.
Fréttir 10. nóvember 2015

Ekkert bólar á tillögum til úrlausnar á vandanum varðandi ágang fugla í ræktarlöndum

Höfundur: smh
Nokkur samdráttur hefur verið í kornrækt undanfarin ár. Ástæðan er meðal annars sú að ágangur álfta og gæsa í ræktarlöndum bænda hefur farið vaxandi – og er sums staðar svo mikill að bændur hafa hætt í kornrækt beinlínis vegna þessa.
 
Til að kortleggja vandann var í fyrra opnuð veflæg gátt fyrir bændur í gegnum Bændatorgið, þar sem þeir gátu skráð tjón sitt. Þá kom í ljós að vandinn var afar umfangsmikill. Bændur héldu svo áfram að skrá tjón sitt í sumar og á yfirstandandi hausti, en ekki liggja fyrir niðurstöður enn þar sem talsverðu af korni á enn eftir að ná í hús. Starfshópi var svo komið á í sumar til að vinna aðgerðaráætlun um varnir gegn þessum ágangi, en starf hans er hins vegar ekki hafið.
 
Bændur orðnir langþreyttir
 
„Bændur eru langþreyttir á þessum ágangi,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdatjóri Bændasamtaka Íslands. „Hann hefur nú þegar dregið úr innlendri kornrækt og sú þróun mun að óbreyttu halda áfram. Það er afar neikvæð þróun ef að þetta gerir bændum ókleift að rækta innlent fóður á raunhæfan hátt.
Menn beita ýmsum aðferðum til að reyna að fæla fuglinn, meðal annars  skjólbelti, hljóðfælur, fuglahræður og fleira. En almennt séð í samtölum mínum við bændur þá virðist ganga langverst að fæla álftina – sem á sama tíma veldur mestu tjóni. Betur gengur með gæsina.
 
Vinnuhópur hefur enn ekki komið saman
 
Það sem stjórnvöld hafa gert er að setja á stofn vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um viðbrögð vegna málsins – það er hvernig mögulega væri skynsamlegast að bregðast við.  Hópurinn var skipaður í sumar en hefur enn ekki komið saman.  Ég er þar sem fulltrúi Bændasamtaka Íslands, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, fyrir búnaðarsamböndin og svo fulltrúar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar.
 
Ég hef í tvígang sent óskir um að starfið fari í gang, síðast í síðustu viku, en ekki hefur þó verið boðað til fundar enn,“ segir Sigurður. 
 
Jón Geir Pétursson er skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu þar sem haldið eru utan um starfið. Hann segir að tilgangur starfshópsins sé að ýta á gerð aðgerðaáætlunar sem setji fram hvaða leiðir teljist skilvirkar og raunhæfar til að vinna gegn því tjóni sem hlýst af ágangi gæsa og álfta á ræktarlönd bænda. 
„Aðgerðir til að vinna gegn því tengjast auðvitað stjórntækjum á verkefnasviði umhverfisráðu­neytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. En Umhverfisstofnun fer með það hlutverk samkvæmt lögunum að hafa umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum,“ segir Jón Geir.
 
Hann segist vænta þess að þeir aðilar sem muni vinna að aðgerðaráætluninni kynni sínar tillögur snemma í vetur þannig að hægt verði að vinna að þeim aðgerðum í vor þegar ágangur fer af stað. 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...