Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 10. nóvember 2022

Ekkert apótek í Uppsveitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lyfja skellti í lás í útibúi sínu í Laugarási í Bláskógabyggð 1. nóvember sl. Því er ekkert starfandi apótek í Uppsveitum Árnessýslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er einnig með útibú í Laugarási og hefur því ekki lengur apótek til að vísa sínum skjólstæðingum á. Þá er mikil óánægja hjá heimafólki í Bláskógabyggð með lokunina.

„Þetta hefur vitanlega þau áhrif að fólk getur ekki nýtt sömu ferð til að leita læknisaðstoðar og fá þau lyf sem læknir ávísar. Það eru miklar vegalengdir sem um ræðir og þetta kallar þá á aukaferð á Selfoss eða annan stað þar sem apótek er staðsett.

Íbúar eru mjög óhressir með þessar breytingar og óttast að með þessu grafi undan heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Lyfja hafði verið starfandi í Laugarási síðan árið 1997 en einn
starfsmaður vann í útibúinu.

„Ein af ástæðum lokunaronnar er minnkun í veltu síðastliðin ár á sama tíma sem rekstrarkostnaður hefur verið að aukast. Lyfja býr þó vel að því að geta áfram þjónustað íbúa Bláskógabyggðar í Lyfju Selfossi þar sem opnunartími er lengri og viðskiptavinir hafa þar fullt aðgengi að vöru- og þjónustuframboði,“ segir Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslunarsviðs Lyfju.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...