Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 10. nóvember 2022

Ekkert apótek í Uppsveitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lyfja skellti í lás í útibúi sínu í Laugarási í Bláskógabyggð 1. nóvember sl. Því er ekkert starfandi apótek í Uppsveitum Árnessýslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er einnig með útibú í Laugarási og hefur því ekki lengur apótek til að vísa sínum skjólstæðingum á. Þá er mikil óánægja hjá heimafólki í Bláskógabyggð með lokunina.

„Þetta hefur vitanlega þau áhrif að fólk getur ekki nýtt sömu ferð til að leita læknisaðstoðar og fá þau lyf sem læknir ávísar. Það eru miklar vegalengdir sem um ræðir og þetta kallar þá á aukaferð á Selfoss eða annan stað þar sem apótek er staðsett.

Íbúar eru mjög óhressir með þessar breytingar og óttast að með þessu grafi undan heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Lyfja hafði verið starfandi í Laugarási síðan árið 1997 en einn
starfsmaður vann í útibúinu.

„Ein af ástæðum lokunaronnar er minnkun í veltu síðastliðin ár á sama tíma sem rekstrarkostnaður hefur verið að aukast. Lyfja býr þó vel að því að geta áfram þjónustað íbúa Bláskógabyggðar í Lyfju Selfossi þar sem opnunartími er lengri og viðskiptavinir hafa þar fullt aðgengi að vöru- og þjónustuframboði,“ segir Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslunarsviðs Lyfju.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...