Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 10. nóvember 2022

Ekkert apótek í Uppsveitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lyfja skellti í lás í útibúi sínu í Laugarási í Bláskógabyggð 1. nóvember sl. Því er ekkert starfandi apótek í Uppsveitum Árnessýslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er einnig með útibú í Laugarási og hefur því ekki lengur apótek til að vísa sínum skjólstæðingum á. Þá er mikil óánægja hjá heimafólki í Bláskógabyggð með lokunina.

„Þetta hefur vitanlega þau áhrif að fólk getur ekki nýtt sömu ferð til að leita læknisaðstoðar og fá þau lyf sem læknir ávísar. Það eru miklar vegalengdir sem um ræðir og þetta kallar þá á aukaferð á Selfoss eða annan stað þar sem apótek er staðsett.

Íbúar eru mjög óhressir með þessar breytingar og óttast að með þessu grafi undan heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Lyfja hafði verið starfandi í Laugarási síðan árið 1997 en einn
starfsmaður vann í útibúinu.

„Ein af ástæðum lokunaronnar er minnkun í veltu síðastliðin ár á sama tíma sem rekstrarkostnaður hefur verið að aukast. Lyfja býr þó vel að því að geta áfram þjónustað íbúa Bláskógabyggðar í Lyfju Selfossi þar sem opnunartími er lengri og viðskiptavinir hafa þar fullt aðgengi að vöru- og þjónustuframboði,“ segir Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslunarsviðs Lyfju.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...