Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eitt og annað tengt sjó
Skoðun 27. mars 2018

Eitt og annað tengt sjó

Höfundur: VH
Í eina tíð þótt hæfilegt að skammta fulltíða karlmanni fjórða hlut af hertum meðalþorski í máltíð en kvenfólki og unglingum minni auk þess fylgdi með hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. 
 
Viðbitið var súrt smjör, því nýtt smjör var ódrýgra. Þeir sem áttu erfitt með að tyggja harðan fisk fengu hann bleyttan í sýru. Roð, sporðar, uggar og þorskhausabein var hreinsað og látið saman við skyr á sumrin og skammtað á veturna með súrskyrinu.
 
Flestan fisk má herða
 
Fyrrum var skreið ýmist þurrkuð á rám eða görðum. Fiskur sem hengdur var upp á rá nefndist ráskerðingur ef hann var kviðflattur, en ráfiskur ef hann var hnakkaflattur. Plattfiskur var kviðflattur og þurrkaður á grjótgörðum. Flestan fisk má herða en algengast að herða þorsk, ýsu, steinbít og lúðu. 
 
Draugur rífur í sig skreið
 
Í Eyrbyggju er sagt frá bænum Fróðá á Snæfellsnesi þar sem drepsóttir og afturgöngur herjuðu á heimilisfólkið. Þegar ósköpin voru í hámarki mátti nótt og dag heyra drauga rífa í sig skreiðina á bænum svo að harðfiskur hefur greinilega verið vinsæll hjá lifandi jafnt sem dauðum þar á bæ.
 
Sett niður í Jesú nafni
 
Sjómenn á áraskipum fyrr á tímum settu ekki báta sína á flot nema standa að í Jesú nafni. Enginn róður hófst án þess að beðin væri sjóferðabæn og í flestum skipum var fjöl með blessunarorðum ætluðum fleyinu.
 
Náfiskur
 
Ekki þótti alltaf gott að veiða meira en aðrir því að sá sem varð allt í einu fiskinn upp úr þurru var líklega feigur og fiskurinn sem hann veiddi kallaður náfiskur. Þetta gat þó einnig snúist við því ef fiskinn formaður fór allt í einu að afla illa var það líka talið feigðarmerki.
 
Illt að mæta konu
 
Áður fyrr þótti slæmt að mæta konu á leið til skips og ef vinnukonur voru sendar til að ræsa áhöfn lögðu þær sig allar fram við að mæta ekki sjómönnunum sem voru á leið til báta sinna á leiðinni.
 
Nakin kona í draumi
 
Í eina tíð vildu sumir tengja drauma um konur við óhöpp um borð. Dæmi um slíkt er að sjómann dreymdi eiginkonu skipsfélaga sína kviknakta. Hann bar það upp við hina um borð og þeir túlkuðu drauminn þannig að núna kæmi eitthvað upp á. Það varð líka raunin, því sama dag strandaði báturinn.
 
Nöfn tengd hafinu
 
Íslendingar hafa sótt hugmyndir að nafngiftum til hafsins. Til dæmis kvenmannsnöfnin Unnur, Bára og Alda og karlmannsnöfnin Ægir og Sævar.
 
Fiskurinn hefur fögur hljóð
 
Flestir fiskar geta myndað hljóð og margar tegundir nota hljóð til samskipta við makaleit, sem vörn gegn rándýrum og í torfumyndun. Hljóðin eru annaðhvort mynduð með því að fiskarnir nudda saman líkamspörtum eða með vöðva í sundmaganum.
Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...