Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eitt og annað tengt sjó
Skoðun 27. mars 2018

Eitt og annað tengt sjó

Höfundur: VH
Í eina tíð þótt hæfilegt að skammta fulltíða karlmanni fjórða hlut af hertum meðalþorski í máltíð en kvenfólki og unglingum minni auk þess fylgdi með hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. 
 
Viðbitið var súrt smjör, því nýtt smjör var ódrýgra. Þeir sem áttu erfitt með að tyggja harðan fisk fengu hann bleyttan í sýru. Roð, sporðar, uggar og þorskhausabein var hreinsað og látið saman við skyr á sumrin og skammtað á veturna með súrskyrinu.
 
Flestan fisk má herða
 
Fyrrum var skreið ýmist þurrkuð á rám eða görðum. Fiskur sem hengdur var upp á rá nefndist ráskerðingur ef hann var kviðflattur, en ráfiskur ef hann var hnakkaflattur. Plattfiskur var kviðflattur og þurrkaður á grjótgörðum. Flestan fisk má herða en algengast að herða þorsk, ýsu, steinbít og lúðu. 
 
Draugur rífur í sig skreið
 
Í Eyrbyggju er sagt frá bænum Fróðá á Snæfellsnesi þar sem drepsóttir og afturgöngur herjuðu á heimilisfólkið. Þegar ósköpin voru í hámarki mátti nótt og dag heyra drauga rífa í sig skreiðina á bænum svo að harðfiskur hefur greinilega verið vinsæll hjá lifandi jafnt sem dauðum þar á bæ.
 
Sett niður í Jesú nafni
 
Sjómenn á áraskipum fyrr á tímum settu ekki báta sína á flot nema standa að í Jesú nafni. Enginn róður hófst án þess að beðin væri sjóferðabæn og í flestum skipum var fjöl með blessunarorðum ætluðum fleyinu.
 
Náfiskur
 
Ekki þótti alltaf gott að veiða meira en aðrir því að sá sem varð allt í einu fiskinn upp úr þurru var líklega feigur og fiskurinn sem hann veiddi kallaður náfiskur. Þetta gat þó einnig snúist við því ef fiskinn formaður fór allt í einu að afla illa var það líka talið feigðarmerki.
 
Illt að mæta konu
 
Áður fyrr þótti slæmt að mæta konu á leið til skips og ef vinnukonur voru sendar til að ræsa áhöfn lögðu þær sig allar fram við að mæta ekki sjómönnunum sem voru á leið til báta sinna á leiðinni.
 
Nakin kona í draumi
 
Í eina tíð vildu sumir tengja drauma um konur við óhöpp um borð. Dæmi um slíkt er að sjómann dreymdi eiginkonu skipsfélaga sína kviknakta. Hann bar það upp við hina um borð og þeir túlkuðu drauminn þannig að núna kæmi eitthvað upp á. Það varð líka raunin, því sama dag strandaði báturinn.
 
Nöfn tengd hafinu
 
Íslendingar hafa sótt hugmyndir að nafngiftum til hafsins. Til dæmis kvenmannsnöfnin Unnur, Bára og Alda og karlmannsnöfnin Ægir og Sævar.
 
Fiskurinn hefur fögur hljóð
 
Flestir fiskar geta myndað hljóð og margar tegundir nota hljóð til samskipta við makaleit, sem vörn gegn rándýrum og í torfumyndun. Hljóðin eru annaðhvort mynduð með því að fiskarnir nudda saman líkamspörtum eða með vöðva í sundmaganum.
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...