Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Mynd / Hildur Stefánsdóttir.
Fréttir 15. desember 2015

Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur

Höfundur: HS / HKr.
Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur­gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þreföldum sigri.
 
Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöllun um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merkilegra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk­efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merkilegu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýningunni ásamt upplýsingum.
Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins
 
Af þeim 30 veturgömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktarfélag landsins, en það var stofnað 1940.
 
Fallegasti forystu­hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn
 
Fræðasetur um forystufé gaf verðlaun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps.

7 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...