Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Mynd / Hildur Stefánsdóttir.
Fréttir 15. desember 2015

Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur

Höfundur: HS / HKr.
Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur­gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þreföldum sigri.
 
Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöllun um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merkilegra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk­efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merkilegu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýningunni ásamt upplýsingum.
Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins
 
Af þeim 30 veturgömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktarfélag landsins, en það var stofnað 1940.
 
Fallegasti forystu­hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn
 
Fræðasetur um forystufé gaf verðlaun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps.

7 myndir:

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti
Fréttir 9. febrúar 2023

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu ...

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...