Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu.
Mynd / Hildur Stefánsdóttir.
Fréttir 15. desember 2015

Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur

Höfundur: HS / HKr.
Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur­gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þreföldum sigri.
 
Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöllun um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merkilegra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk­efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merkilegu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýningunni ásamt upplýsingum.
Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins
 
Af þeim 30 veturgömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktarfélag landsins, en það var stofnað 1940.
 
Fallegasti forystu­hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn
 
Fræðasetur um forystufé gaf verðlaun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps.

7 myndir:

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...