Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur
Á faglegum nótum 1. desember 2014

Eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upphaf Bændahallarinnar og Hótels Sögu má rekja til 1939 þegar Sigurður Jónsson á Stafafelli lagði fram erindi á Búnaðarþingi um húsnæðismál Búnaðarfélags Íslands.

Erindi Sigurðar var vísað til stjórnar Búnaðarfélagsins, sem lagði til að byggt yrði nýtt húsnæði og skyldi það verða höfuðsetur og heimili Búnaðarfélags Íslands auk þess sem þar gæti einnig verið aðsetur og samkomuhús bænda.

Árið 1941 ályktaði Búnaðar­þing um að byggja bændahús í Reykjavík. Sama ár skrifaði svo búnaðarmálastjóri búnaðar­samböndunum í landinu bréf þar sem hann leitaði eftir stuðningi við byggingu húsnæðis undir starfsemi félagsins. Húsið átti jafnframt að vera gistiheimili fyrir sveitafólk sem ætti erindi til Reykjavíkur.

Um tíma stóð til að byggja hesthús við hótelið svo að bændur gætu komið ríðandi í bæinn.
Árið 1947 var kosin byggingarnefnd sem skyldi hafa forgöngu um málið og ári seinna fékk félagið lóð undir bygginguna við Hagatorg.
Framkvæmdir hófust 11. júlí 1956.

Stéttarsamband bænda gekk til liðs við Búnaðarfélagið árið 1953 og gerðist aðili að byggingu hússins. Halldór H. Jónsson byggingameistari var fenginn til að teikna húsið og fyrsta skóflustungan var tekin 11. júlí 1956. Til þess að afla fjár var ákveðið að leita eftir því við Alþingi að á árunum 1958 til 1961 yrði svokallað búnaðarmálasjóðsgjald, sem innheimt var af útborgunarverði til bænda, hækkað um ½ prósent og rynni það fé sem þannig innheimtist til byggingarinnar. Voru lög um þetta samþykkt á Alþingi í mars 1959.

Kostnaðurinn við byggingu Bændahallarinnar varð meiri en ætlaður var í fyrstu og innheimta viðbótargjaldsins framlengd til 1970, þegar það var lagt af.

Fyrstu hæðir hússins voru teknar í notkun fyrir hótelrekstur árið 1962 og tveimur árum síðar skrifstofur búnaðarsamtakanna.

Byggingu fyrri áfanga Bændahallarinnar lauk 1965. Eldri byggingin er á sjö hæðum auk kjallara og Stjörnusalarins, sem er áttunda hæðin. Á fyrstu hæð var og er enn afgreiðsla og veitingaaðstaða. Súlnasalur og aðrir veitingasalir eru á annarri hæð. Skrifstofur Bændasamtakanna eru á þriðju hæð og fjórða hæðin var öll leigð til Flugfélags Íslands. Gistirými voru á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð.

Á áttunda áratugnum var ákveðið að byggja við Bændahöllina að norðanverðu sjö hæða byggingu. Framkvæmdir við viðbygginguna hófust árið 1982 og lauk 1985.

Saga kaupir Hótel Ísland

Á tíunda áratugnum færði Hótel Saga út kvíarnar með því að kaupa Hótel Ísland en hafði þá annast rekstur þess í tvö ár fyrir Búnaðarbankann. Einnig gerði Hótel Saga stjórnunar- og ráðgjafarsamning við hótelkeðjuna Radisson Blu til þess að tryggja ávallt sem best gæði og fagmennsku í hótelrekstrinum.

Hugmyndir um að selja Hótel Sögu

Af og til hafa komið fram tillögur frá bændum um að selja Bændahöllina og ávaxta það fé sem þar væri bundið á hagkvæmari hátt. Tillaga þess efnis var felld á auka Búnaðarþingi 2007 en nú hefur þessi hugmynd verið tekin upp aftur.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...