Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Í deiglunni 8. nóvember 2018

Einn af hápunktum sumarsins

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðivötn eru án efa einn af mínum uppáhaldsstöðum yfir sumarið og reyni ég að fara sem oftast,“ segir Halldór Gunnarsson þegar hann ræðir um veiðisumarið í sumar.
 
„Við ákváðum þetta sumarið að fara öll í fjölskyldunni saman yfir verslunarmannahelgina til að reyna fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í veiði með gamla. Það var búið að vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur þennan afskaplega fallega dag, utan nokkra af minni gerðinni úr Stóra Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti ég að lenda í því óhappi að slíta flugulínuna við Stóra Hraunvatn, en í staðinn fyrir að gefast upp þá var línan bara hnýtt saman með tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf stoppað um stund við Rauðagíg, þennan flotta gíg sem geymir svo marga risana.
 
Hér ætlaði ég að reyna að láta dótturina fá einn stóran. En eftir töluverðan tíma og mörg köst án þess að verða var við nokkuð ákváðum við að segja þetta gott og hendast niður að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað en ég ákvað að taka 2 köst í lokin og viti menn.  – Þegar flugan var að sökkva í síðasta kastinu er rifið í af offorsi og þessi tignarlegi hængur tekur stökkið með agnið í kjaftinum. Brösuglega náðist þessi 10,5 punda höfðingi á land í góðri samvinnu við dótturina. Var þetta án efa einn af hápunktum sumarsins hjá okkur, og klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu flugulínuna saman. 
 
Rauðigígur gefur kannski ekki marga ár hvert, en stórir eru þeir sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að lokum.

Skylt efni: Veiðivötn

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...