Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eini nemandinn í sjötta bekk
Fólkið sem erfir landið 15. maí 2019

Eini nemandinn í sjötta bekk

Daníel Smári Björnsson verður 12 ára í ágúst og er eini nemandinn í 6. bekk í Kirkjubæjarskóla á Síðu. Hann hefur mest gaman af vali í skólanum og bíður spenntur eftir sumrinu. 
 
Nafn: Daníel Smári Björnsson.
 
Aldur: 11 ára.
 
Stjörnumerki: Meyja.
 
Búseta: Ég bý á Kálfafelli 1b í Skaftárhreppi.
 
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast að fara í val. Þá fáum við að velja á milli einhverra tíma til að vera í. Núna er ég í hestavali og það er bara fínt.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Skjaldbaka.
 
Uppáhaldsmatur: Lasagna.
 
Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki.
 
Uppáhaldskvikmynd: Johnny English-myndirnar.
 
Fyrsta minning þín? Þegar Símon Snorri, bróðir minn, ýtti mér niður brekku á þríhjóli.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, ekki núna.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að ákveða það.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég sveiflaði mér í kaðli, rakst á boltakerru og fékk gat á eyrað.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar?  Ferðast innanlands og hitta vini mína fyrir norðan.
 
Næst » Daníel Smári skorar á Auði Sesselju Jóhannesdóttur að svara næst. 
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...