Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einhliða eftirgjöf á tollum á kostnað íslensks landbúnaðar
Fréttir 1. maí 2018

Einhliða eftirgjöf á tollum á kostnað íslensks landbúnaðar

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Félag atvinnurekenda (FA) greinir frá því á vefsíðu sinni að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, muni flytja frumvarp á Alþingi sem tryggir neytendum 104 tonn af tollfrjálsum ostum á þessu ári. Forsvarsmenn FA halda því fram að mistök hafi verið gerð við samþykkt búvörusamninga sem nú verði leiðrétt. Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, segir hins vegar að fullyrðingar FA um "ostaklúður" eða "meint mistök við lagasetningu" eigi ekki við rök að styðjast og furðar sig á að fregnir um málið skuli koma frá heildsölum en ekki yfirvöldum sjálfum.

Á vef FA segir að félagið hafi fylgt málinu eftir við ráðherra og atvinnuveganefnd og vakið athygli á að nauðsynlegt væri “… að þessi mistök verði leiðrétt fyrir þinglok, enda eru miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir innflytjendur matvöru og fyrir neytendur.” Þar segir jafnframt að frumvarpið hafi verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og “samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér var það samþykkt þar og verður lagt fram á Alþingi á miðvikudag.”

20 tonn verða að 230 tonnum

Á vef FA er það rakið að breytingin taki til sérosta á borð við Parmesan eða Rochefort, sem eru skráðir í samræmi við reglur um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinn­ar sérstöðu. “Samkvæmt núverandi samningi við Evrópusambandið er tollfrjáls innflutningskvóti fyrir þessa osta 20 tonn en verður samkvæmt hinum nýja tollasamningi við ESB 230 tonn. Þessi breyting mun snarauka úrvalið í ostaborðum íslenskra verslana. Jafnframt kveða búvörulög nú á um að tollkvótum fyrir sérosta skuli úthlutað með hlutkesti en ekki útboði, þannig að á þá leggst ekki útboðsgjald. Breytingin mun þannig jafnframt stuðla að verðlækkun og aukinni samkeppni við innlendan landbúnað,” segir á vef Félags atvinnurekenda.

Upplýsingar hvergi aðgengilegar á vefsíðum stjórnvalda

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, mótmælir málflutningi Félags atvinnurekenda á Facebooksíðu sinni í dag þar sem hann segir hagsmuni heildsalanna setta í öndvegi á degi verkalýðsins. Hann segir fréttina á vef FA með miklum endemum. “Hér eru færðar fréttir af væntanlegu frumvarpi um einhliða opnum tollkvóta á ostum, sem þó hvergi er aðgengilegt á vefsíðum stjórnvalda. Landbúnaðarráðherra er greinilega kominn með nýjan upplýsingafulltrúa!”

Sindri segir að þegar búvörusamningarnir voru til umræðu í þinginu árið 2016 hafi vissulega komið fram að hraða ætti innleiðingu á tollkvótum fyrir sérosta en samhliða átti að hraða innleiðingu á mjólkurvörum frá Íslandi á markað ESB. Segir hann að þetta megi glögglega sjá í áliti meirihluta atvinnuveganefndar við þriðju umræðu málsins.

Telur víst að engar viðræður hafi farið fram við ESB um gagnkvæmni

“Semsagt, það átti að semja um gagnkvæmni í þessu en ekki gera þetta einhliða, þess vegna var eðlilega ekki lögð fram nein lagabreyting um málið á þeim tíma. Þetta eru því ekki mistök, heldur var lagt fyrir ráðherra að reyna að fá fram gagnkvæmni í þessu máli. Ef að ESB hefði samþykkt að opna skyrkvóta okkar hraðar, þá hefði þetta verið eðlilegt,” segir Sindri sem telur víst að engar viðræður hafi farið fram við ESB um málið.

“Ef það reynist rétt sem heildsalarnir hafa nú boðað fyrir hönd stjórnvalda að það verði opnað einhliða fyrir sérosta án þess að ESB komi þar nokkuð á móti, er þetta ekki leiðrétting á mistökum, heldur einhliða eftirgjöf á kostnað íslensks landbúnaðar.”

 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...