Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einfalt bylgjuteppi
Hannyrðahornið 14. september 2015

Einfalt bylgjuteppi

Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. 
 
Þetta einfalda bylgjuteppi er tilvalið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé einföld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn heklari ákveður eigin stærð og litasamsetningu.
 
 
Garn: Kartopu Basak – einlitt, 
Kartopu Marine – sjálfmunstrandi.
Heklunál: 4 mm
 
Hvað þarf mikið garn í teppi?
Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur
 
Skammstafanir og merkingar:
L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. 
 
Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL.
(Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi).
 
1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð).
 
2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æskilegri lengd.
 
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Elín Guðrúnardóttir
www.garn.is

2 myndir:

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...