Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einfalt bylgjuteppi
Hannyrðahornið 14. september 2015

Einfalt bylgjuteppi

Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. 
 
Þetta einfalda bylgjuteppi er tilvalið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé einföld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn heklari ákveður eigin stærð og litasamsetningu.
 
 
Garn: Kartopu Basak – einlitt, 
Kartopu Marine – sjálfmunstrandi.
Heklunál: 4 mm
 
Hvað þarf mikið garn í teppi?
Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur
 
Skammstafanir og merkingar:
L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. 
 
Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL.
(Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi).
 
1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð).
 
2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æskilegri lengd.
 
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Elín Guðrúnardóttir
www.garn.is

2 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...