Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Íslenska viskíið heitir Flóki sem Eimverk framleiðir.
Mynd / Eimverk
Fréttir 9. nóvember 2020

Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí“

Höfundur: smh

Brugghúsið Eimverk hefur sótt um að afurðarheitið „Íslenskt viskí“ verði skráð sem verndað afurðarheiti á Íslandi á grundvelli uppruna. Umsóknin barst Matvælastofnun 16. september síðastliðinn og er þar í vinnslu.

Þetta er þriðja umsóknin sem Matvælastofnun hefur borist um vernd á afurðaheiti, en áður hefur stofnunin samþykkt umsóknir um vernd fyrir „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“. 

Eimverk framleiðir viskíið Flóki í nokkrum útgáfum. Það er bruggað að öllu leyti úr íslensku byggi og íslensku lindarvatni.

Umsóknin í matsferli

Einars Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að samkvæmt lögum um vernd afurðaheita hefst ferlið með því að stofnunin fer yfir umsóknina og skal gæta þess að með umsókn fylgi öll gögn, umsókn sé nægilega rökstudd og uppfylli skilyrði laganna.  

„Þessi athugun stendur enn yfir, en ef Matvælastofnun telur skilyrðin uppfyllt er lögbundið að leita umsagnar Hugverkastofu og Samtaka atvinnulífsins um umsóknina.

 Ef skilyrði skráningar teljast uppfyllt mun Matvælastofnun birta síðan opinberlega afurðarheiti og afurðarlýsingu sem óskað er skráningar á. Þetta gerist með auglýsingu á vefsíðu stofnunarinnar.  Jafnframt er gefinn kostur á andmælum. 

Þegar andmælafrestur er liðinn er farið yfir andmælin ef einhver hafa borist.  Síðan mun Matvælastofnun annaðhvort hafna umsókninni eða samþykkja hana. Verði hún samþykkt er ákvörðun um skráningu afurðarheitis birt í Stjórnartíðindum,“ segir Einar um feril málsins.

Hugmyndin er að slík vernduð afurðaheiti fái einnig vernd innan Evrópusambandsins, en dráttur hefur verið á því að innleiða það ákvæði í íslenska löggjöf.

Skylt efni: Eimverk | viskí | íslenskt viskí

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...