Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 30. september 2014

Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði á árinu 2013. Þetta á einkum við um einstæða foreldra en staða eiginfjár hjá þeim jókst um tæp 36% árið 2013.

Samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands jókst eiginfjárstaða einstaklinga um 8,8%, hjóna án barna um 6,2% og hjóna með börn um 5,9%. Eiginfjárstaða milli ára hækkar mest í aldurshópunum 25 til 39 ára eða á bilinu 23% til 49% sem einkum má rekja til bættrar eiginfjárstöðu í fasteign.

Fjöldi fjölskyldna með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkar líkt og gerst hefur síðustu ár. Árið 2013 voru 15.971 fjölskylda með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign eða rúmlega 10% færri en árið 2012 og að meðaltali nam neikvæð eiginfjárstaða í fasteign 4,6 m.kr.

Frá árinu 2005 hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem skulda meira en 150% af eignum aukist úr 10,1% fjölskyldna í tæp 23% og fjölskyldum sem skulda minna en 75% í eign fækkað úr tveimur þriðju í rúman helming.

Eignir einstaklinga  jukust um 3,8% milli ára eða úr 3.969 milljörðum kr. í 4.121 milljarð kr. Verðmæti í fasteignum hækkaði um 5,1% frá árinu 2012 sem rekja má að hluta til hækkunar fasteignamats um 7,7%.

Skuldir einstaklinga námu 1.927 milljörðum kr. í árslok 2013 og jukust um 0,3% frá fyrra ári. Skuldir hjóna með börn drógust saman um 1,8% og einstæðra foreldra um 1,0% en jukust hins vegar hjá hjónum án barna um 3,4% og einstaklingum um 1,1%.

Íbúðalán námu 1.242 milljörðum kr. og jukust um 1,5% milli ára. Aukning íbúðalána var einkum í eldri aldurshópum, um 7,9% hjá 60 til 66 ára og 10,7% hjá 67 ára og eldri.  Íbúðalán 50 til 59 ára jukust um 3,3%-3,6% frá fyrra ári.

Íbúðalánum þeirra sem voru yngri en 29 ára fækkaði um 7% og um 3% í aldurshópnum 30 til 39 ára.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...