Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 30. september 2014

Eiginfjárstaða fjölskyldna batnaði árið 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði á árinu 2013. Þetta á einkum við um einstæða foreldra en staða eiginfjár hjá þeim jókst um tæp 36% árið 2013.

Samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands jókst eiginfjárstaða einstaklinga um 8,8%, hjóna án barna um 6,2% og hjóna með börn um 5,9%. Eiginfjárstaða milli ára hækkar mest í aldurshópunum 25 til 39 ára eða á bilinu 23% til 49% sem einkum má rekja til bættrar eiginfjárstöðu í fasteign.

Fjöldi fjölskyldna með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkar líkt og gerst hefur síðustu ár. Árið 2013 voru 15.971 fjölskylda með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign eða rúmlega 10% færri en árið 2012 og að meðaltali nam neikvæð eiginfjárstaða í fasteign 4,6 m.kr.

Frá árinu 2005 hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem skulda meira en 150% af eignum aukist úr 10,1% fjölskyldna í tæp 23% og fjölskyldum sem skulda minna en 75% í eign fækkað úr tveimur þriðju í rúman helming.

Eignir einstaklinga  jukust um 3,8% milli ára eða úr 3.969 milljörðum kr. í 4.121 milljarð kr. Verðmæti í fasteignum hækkaði um 5,1% frá árinu 2012 sem rekja má að hluta til hækkunar fasteignamats um 7,7%.

Skuldir einstaklinga námu 1.927 milljörðum kr. í árslok 2013 og jukust um 0,3% frá fyrra ári. Skuldir hjóna með börn drógust saman um 1,8% og einstæðra foreldra um 1,0% en jukust hins vegar hjá hjónum án barna um 3,4% og einstaklingum um 1,1%.

Íbúðalán námu 1.242 milljörðum kr. og jukust um 1,5% milli ára. Aukning íbúðalána var einkum í eldri aldurshópum, um 7,9% hjá 60 til 66 ára og 10,7% hjá 67 ára og eldri.  Íbúðalán 50 til 59 ára jukust um 3,3%-3,6% frá fyrra ári.

Íbúðalánum þeirra sem voru yngri en 29 ára fækkaði um 7% og um 3% í aldurshópnum 30 til 39 ára.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands