Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eigin kryddjurtaræktun gefur lífinu lit
Matarkrókurinn 8. maí 2014

Eigin kryddjurtaræktun gefur lífinu lit

Nú er sumarið komið samkvæmt dagatalinu og ekki seinna vænna að huga að sáningu matjurta. Það er fátt sem jafnast á við að rækta sitt eigið krydd eða grænmeti. Þeir sem vilja stytta sér leið geta þó alltaf farið á næsta bændamarkað eða orðið sér úti um góðgætið í næstu matvörubúð.

Einærar kryddjurtir
Fjölmörgum kryddjurtategundum er hægt að sá eða kaupa forræktaðar og hafa í potti yfir sumarið. Til dæmis þessar:
Dill Hægt er að rækta dill inni í eldhúsglugga og klippa af því eftir þörfum.
Kerfill er fallegur og er með gott anísbragð.
Fennel er gott sem grænmeti og fræið sem krydd. Er með anískeim. Blöðin eru notuð í salöt, kryddlegi, fiskisúpur og sósur.
Garðablóðberg. Garðablóðberg er t.d. notað í pottrétti, kryddolíur, ferskt í salöt.
Steinselja hentar í fjölmarga rétti, út á salat, til að strá yfir kartöflur og krydda smjör.
Kóríander er mikið notað í austurlenskri matargerð.
Rósmarín hentar vel að rækta í pottum eða kerjum.
Salvía hentar í súpur, sósur og fiskrétti. Sérstaklega góð með alifuglakjöti.

Fjölærar kryddjurtir
Graslaukur. Hægt að hafa úti í garði og klippa laukinn eftir þörfum.
Piparminta er notuð fersk eða þurrkuð. Getur orðið hálfgert illgresi en er hægt að halda niðri með því að laga nokkra mohito-drykki sem eru með mintu og límónu sem undirstöðu.
Ætihvönn er bragðsterkt krydd. Skera þarf ung laufblöð snemma á vorin en síðan má halda jurtinni við með því að klippa hana reglulega. Auk þess að nota blöðin fersk í salöt eða súpur.
Birki er orðið vinsæl nytjajurt, bæði sem krydd í drykki og til reykingar á kjöti og fiski.
Blóðberg þarf að nálgast uppi í móa eða kaupa forræktaða plöntu.
Villtur kerfill getur orðið illgresi en sumar tegundir eru ætar, og er ein tegundin með mjög góðu anísbragði. Falleg blöð til skrauts og salatgerðar.

Salat með sýrðri olíudressingu
Fyrir fjóra
2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur
Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið í skál. Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið. Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti. Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.

Granateplasalat
100 g ferskt spínat (eða annað salat))
1 granatepli (bara innvolsið notað)
1 msk. dijon-sinnep
3 msk. ferskt grænt krydd að eigin vali
2 msk hvítvínsedik
½ tsk. Maldon-salt
½ tsk. svartur nýmalaður pipar
2 dl olía
1 fennika
Hrærið sinnepi, ediki, salti og pipar saman. Hellið olíunni út í og hrærið stöðugt í. Setjið smátt saxað krydd út í. Hellið dressingunni í flösku og hristið vel fyrir hverja notkun. Skolið salat og spínat og leggið í stóra skál. Skerið fenniku í bita og setjið út í salatskálina ásamt innvolsinu úr granateplunum. Setjið dressinguna yfir salatið rétt áður en það er borið fram.

4 myndir:

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...