Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi og formaður Félags eggjaframleiðenda.
Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi og formaður Félags eggjaframleiðenda.
Fréttir 15. desember 2017

Eggjaframleiðendur áhyggjufullir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða EFTA-dómstólsins um að ólöglegt sé að banna innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólk getur haft víðtæk áhrif hér á landi, ekki síst hvað varðar framleiðslu á eggjum.

Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi og formaður Félags eggjaframleiðenda, segir að undanfarin ár hafi gengið sérlega vel hjá eggjaframleiðendum. „Unga fólkið okkar og túristarnir borða mikið af eggjum og salan því verið mjög góð og búin í góðum rekstri. Við erum alltaf að bæta það sem við erum að gera og höfum verið að breyta húsunum og bæta aðbúnað fuglanna í samræmi við ýtrustu kröfur um dýravelferð. Heilbrigði fuglanna er gott og með því besta sem gerist í heiminum og eggjaframleiðsla hér á landi er algerlega án allra lyfja eða aukaefna. Auk þess sem við erum með gott fóður, vatn og heilbrigð og góð dýr.“

Mikil áskorun

„Ég neita því ekki að eggjaframleiðendur hrukku í kút þegar þeir heyrðu niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að samkvæmt lögum yrði að gefa allan innflutning á hráum eggjum frjálsan á sama tíma og verið er að breyta tollalögunum um innflutning á landbúnaðarvörum. Tollasamningurinn sem tekur gildi 1. maí er eggjaframleiðendum frekar óhagfelldur, sérstaklega þegar kemur að eggjavinnslu, eggjamassa, rauðum og hvítum og eggjaafurðum sem notaðar eru til iðnaðar til dæmis í majones og sósugerð.

Þorsteinn segir að gangi hvoru tveggja eftir sé það óneitanlega mikil áskorun fyrir landbúnaðinn í landinu að fá svona mikla samkeppni og breytingar sem ekki sé víst hvaða afleiðingar munu hafa. „Það er þó ekki þannig að við séum að gefast upp og við verðum bara að gera enn betur og ekki neinn uppgjafartónn í okkur. Næsta skref er því að skipuleggja okkur vel ef við ætlum að standa þetta af okkur.“

Egg eru viðkvæm ferskvara

„Egg eru fersk vara ekki síður en ávextir, grænmeti og ófrosið kjöt sem hefur takmarkað geymsluþol, auk þess sem þau eru viðkvæm fyrir hnjaski. Við sjáum því fram á að ef verslunin fer að flytja egg inn sjálf mun hún setja sölu þeirra í forgang og fram fyrir egg sem framleidd eru hér á landi.“

Að sögn Þorsteins hefur verið sama verð á eggjum frá framleiðendum í fimm ár. „Salan hefur gengið vel og gengið verið stöðugt þannig að við höfum ekki þurft á verðhækkun að halda.“

Íslensk eggjabú lítil

Annað sem vert er að íhuga í sambandi við innflutning á ferskum eggjum er að erlendis þykja eggjabú með nokkur hundruð þúsund eða jafnvel milljón varphænum lítil. Búin hér eru því smábú í þeim samanburði.

„Eggjabú hér á landi eru mun minni og því erfitt að keppa við erlendu búin þegar kemur að hagkvæmni og þegar kröfur til þeirra eru allt öðruvísi en hér. Auk þess sem í Evrópu, og ég tala ekki um Bandaríkin og Asíu, þar sem gilda allt aðrar reglur um lyfjanotkun, dýraaðbúnað og dýravelferð.

Innflutningurinn hefur víðtæk áhrif

Þorsteinn bendir á að íslenskur landbúnaður velti milli 50 og 60 milljörðum á ári. „Í framhaldi af því má svo velta fyrir sér hvað verður um alla fóðurbirgjanna, afurðastöðvarnar, tækjasalana, þjónustugreinarnar og afleiðustörfin sem tengjast landbúnaðinum ef farið verður að flytja inn landbúnaðarvörur, mjólk, kjöt og egg í stórum stíl.

Óheftur innflutningurinn er því vals sem best er að stíga rólega þrátt fyrir að heimurinn sé að breytast og öll landamæri að opnast þegar kemur að verslun og viðskiptum.“

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...