Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Egg
Bóndinn 17. nóvember 2016

Egg

Í apríl 2012 keyptum við jörðina af Pálmari og Sigurbjörgu og fluttum á Egg. Þá hafði kúabúskap hér verið hætt. Við tókum fjósið í gegn og keyptum kýr og vorum byrjuð að mjólka um miðjan maí. Davíð er frá Réttarholti í Akrahreppi en þar er kúabúskapur, en Embla er frá Grásteinum í Mosfellsdal þar sem garðplöntustöð var. 
 
Á Egg er básafjós, byggt 1977–1978 með 36 básum og kálfastíum og áfastri 300 fermetra hlöðu. Við breyttum gömlu fjárhúsi í 10 hesta hús í fyrra en einnig höfum við byggt tvö 40 fm gróðurhús. 
Við höfum verið í skógrækt síðan 2013 en við höfum plantað nokkrum km af skjólbeltum auk um 30.000 plöntum í skóg. Það er þó nóg eftir því fyrirhugaður er 36 ha skógur.
 
Býli:  Egg.
 
Staðsett í sveit: Í Hegranesi í Skagafirði.
 
Ábúendur: Davíð Logi Jónsson og Embla Dóra Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum eina dóttur, Auði Fanneyju Davíðsdóttur, köttinn Óreó og Border Collie-inn Glímu.
 
Stærð jarðar?  253 hektarar.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 36 mjólkurkýr og auk þess u.þ.b. 60 kvígur í uppeldi. 4 reiðhross og 20 stóðmerar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Allir dagar byrja á mjöltum um sjöleytið. Við gefum kúnum og kálfunum aftur milli 1 og 2 á daginn og svo eru kvöldmjaltir aftur um klukkan 6 á kvöldin. Milli mála gerum við svo ýmislegt en það er að mestu árstíðabundið.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það fer eftir því hvort þú talar við Davíð eða Emblu. Davíð finnst heyskapur skemmtilegastur en Emblu ekki. Embla er meira fyrir garðyrkju, jarðrækt, skógrækt, mjaltir og útreiðar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi stærri og meiri.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er nauðsynlegt að halda uppi málefnum bænda en okkur finnst kannski vanta skýrari stefnu til langs tíma. Það mæðir mikið á kerfinu núna og mikilvægt að vel takist til.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er ómögulegt að segja.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Skyr, fyrst og fremst og grænmeti ef það er markaðssett rétt.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör og rifsberjasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað folaldakjöt og grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er náttúrlega eftirminnilegt að hefja búskap og setja fyrstu kýrnar inn í fjósið, en líklega er eftirminnilegast samt þegar kviknaði í fjósinu að næturlagi 2013. Sem betur fer urðu nágrannar okkar varir við reykinn og vöktu okkur. Það hefði getað farið mun verr.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...