Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Af hverju er skyndihjálparnámskeið ekki reglulega á fleiri vinnustöðum, hjá félagasamtökum og í skólum?
Af hverju er skyndihjálparnámskeið ekki reglulega á fleiri vinnustöðum, hjá félagasamtökum og í skólum?
Fréttir 30. janúar 2018

Ég læri fyrir þig og þú lærir fyrir mig

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það var ánægjuleg lesning um Erlu Björgu Ástvaldsdóttur á Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði sem kosin var manneskja ársins 2017 af lesendum Bæjarins besta á Ísafirði. 
 
Erla Björg hafði bjargað bónda sínum í byrjun sauðburðar síðastliðið vor þegar hann fékk hjartaáfall. Sú kunnátta sem kennd er á skyndihjálparnámskeiðum kom Erlu Björgu að miklu gagni (samkvæmt hennar orðum í viðtali við Bæjarins besta).
 
Alltaf þegar svona fréttir heyrast af nauðsyn þess að sem flestir fari á skyndihjálparnámskeið vakna spurningar um af hverju skyndihjálparnámskeið séu ekki á fleiri vinnustöðum, félagasamtökum og skólum. Sjálfur er ég í ferða- og útivistarfélagi þar sem árlega er haldið skyndihjálparnámskeið með einkunnarorðunum: Ég læri fyrir þig og þú fyrir mig.
 
Gramdist að sá sjúkrabíll sem næstur var kom ekki
 
Í samtalinu við Bæjarins besta sagði Erla Björg að henni hefði gramist að sá sjúkrabíll sem næst henni var kom ekki vegna þess að ekki var hægt að manna hann. Ég vil taka undir hennar orð og gremst mér líka og þetta er eitthvað sem má ekki klikka þegar mannslíf eru í húfi. Að búa í dreifbýli þar sem bið eftir sjúkrabíl getur verið yfir 30 mínútur þurfa þeir sem búa við svoleiðis aðstæður að huga vel að heilsu og áhættu með reglulegri læknisskoðun. Það er víðar en á Vestfjörðum að sjúkrabíllinn er of lengi á leiðinni á áfangastað. Sem dæmi þá er umferðarþungi svo mikill á Suðurlandi nokkra daga á sumrin þegar 2–3 skemmtiferðaskip eru í Reykjavíkurhöfn og megninu af farþegunum er ekið svokallaðan „Gullna hring“.
Á slíkum dögum þyrfti helst að vara fólk sem býr nálægt Gullfossi og Geysi við yfirvofandi umferð. Þá væru hjartaáföll og slys ábúenda í sveitunum með öllu bönnuð á þessum umferðarálagsdögum.
 
Verðlauna mætti oftar fólk eins og Erlu Björgu
 
Ég vil misnota aðstöðu mína sem pistlahöfundur hér og óska Erlu Björgu Ástvaldsdóttur á Neðra-Hjarðardal til hamingju með nafnbótina sem manneskja ársins á Vestfjörðum 2017, enda vel að titlinum komin. Of sjaldan er fólk sem hjálpar og gefur af sér verðlaunað nægilega samanber hjálparsveitir. Þegar verið er að horfa til baka og velja mann ársins þá finnst mér að þau sem gefa af sér til annarra ættu að fá verðlaunin. Samanber verðlaun Bæjarins besta sem fóru til Erlu Bjargar, konu sem gaf svo vel af sér að hún bjargaði mannslífi.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...