Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ég fermdist og fór til Færeyja
Fólkið sem erfir landið 6. nóvember 2014

Ég fermdist og fór til Færeyja

Ásta Þorbjörg man eftir gamla ofninum þegar hún var eins árs. Hún vonast til að verða fugla- eða náttúrufræðingur. 

Nafn: Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Aldur: 14 ára.

Stjörnumerki: Fiskarnir.

Búseta: Móðir jörð.

Skóli: Finnbogastaðaskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mörgæs.

Uppáhaldsmatur: Tortilla.

Uppáhaldshljómsveit: The Wanted eða One Direction.

Uppáhaldskvikmynd: Mr.Poppers penguins eða Shaun of the dead.

Fyrsta minning þín? Ég man í rauninni ekkert eftir neinu þegar ég var barn en ég man eftir gamla ofninum sem við áttum þegar ég var eins árs.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já ég æfi frjálsar og ég var að byrja að æfa á hljóðfæri.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vonandi fugla- eða náttúrufræðingur.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fyrir tveimur árum fórum ég og vinir mínir að renna okkur á sleða niður ísilagða brekku. Ég fór fyrst og ég held ég hafi dáið í 10 sekúndur þegar ég var komin niður. Það voru svo miklar holur og margir stökkpallar í brekkunni að ég fór í arabastökk og vann örugglega heimsmeistaratitil í loftsnúningum. Það fyndna var reyndar að ég meiddi mig ekki neitt.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Tekið til í herberginu mínu.

Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar?  Já ég fermdist og ég fór með foreldrum mínum til Færeyja.

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...