Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma
Fréttir 22. júlí 2025

Eftirlitsgjöld Matvælastofnunar tvöfaldast á skömmum tíma

Höfundur: Þröstur Helgason

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun atvinnuvegaráðherra að samþykkja hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar (MAST) fyrir opinbert eftirlit um 30%.

Í tilkynningu frá SAFL segir að hækkunin nú komi til viðbótar við umfangsmiklar gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi síðasta sumar og leiddu þegar í stað til verulegs kostnaðarauka fyrir matvælaframleiðendur. Þar segir að á 14 mánuðum hafi eftirlitsgjald í sláturhúsum tvöfaldast – með 109% hækkun – og gjald fyrir önnur verkefni hækkað um 47%. Leggst hækkunin misþungt á eftirlitsþega.

„Við erum að horfa upp á stökkbreytingu í eftirlitskostnaði matvælafyrirtækja og í sumum tilvikum margföldun frá því sem áður var,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL.

SAFL segir að yfirlýst markmið umræddrar gjaldskrárbreytingar hafi verið að auka gagnsæi og skýrleika og einfalda alla framsetningu, framkvæmd, stjórnsýslu og gjaldskrárbreytingar.

„Fátt af þessu hefur gengið eftir. Framsetningin er sannarlega einfaldari, en á kostnað skýrleika og gagnsæis. Í mörgum tilvikum vita eftirlitsþegar ekki fyrir hvað þeir eru nákvæmlega að greiða og ómældur tími hefur farið í yfirlegu og leiðréttingar á útsendum reikningum,“ segir Margrét.

SAFL segir að í kjölfar breytinganna hafi MAST þurft að bæta við starfsfólki vegna aukins flækjustigs við reikningagerð. SAFL hafi verið gagnrýnin á nýtt fyrirkomulag og kallað eftir breyttu verklagi við eftirlit sem myndi draga úr kostnaði. Meðal annars hafi samtökin krafist þess að MAST fylgi eftir ákvæði laga um áhættuflokkun sláturhúsa, sem lögfest var árið 2019. Samkvæmt lögunum á áhættuflokkun að stýra tíðni og umfangi eftirlitsins.

„Enn í dag hefur MAST ekki lokið áhættuflokkun á einu einasta sláturhúsi. Framleiðendur eru því að greiða fyrir eftirlit sem er bæði óþarflega títt og kostnaðarsamt – í andstöðu við gildandi lög. Með tilliti til þessa og að markmiðum breytinganna hefur sannarlega ekki verið náð, vekur það furðu að atvinnuvegaráðherra samþykki svo umfangsmikla hækkun á gjaldskránni án frekari skoðunar,“ segir Margrét.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...