Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Strandir.
Strandir.
Mynd / Bbl
Fréttir 13. maí 2025

Efling byggða á Ströndum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tillögur til eflingar byggða á Ströndum hafa nýlega verið birtar. Þær byggja á störfum nefndar sem skilaði skýrslu til forsætisráðherra í ágúst á síðasta ári.

Tillögurnar eru í fjórum liðum, en verkefni nefndarinnar var að leggja til hvernig efla mætti byggðaþróun á svæðinu og skapa vaxtarskilyrði fyrir samfélag og atvinnulíf á Ströndum. Skoða skyldi sérstaklega tækifæri sem gætu skapast með sameiningu sveitarfélaga en þau eru þrjú á þessu svæði; Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.

Jarðhitaleit haldið áfram

Ein af tillögunum lýtur einmitt að sameiningu sveitarfélaganna þriggja um byggðaþróunarverkefni til að allt að fimm ára með aðkomu Vestfjarðarstofu, Byggðastofnunar og forsætisráðuneytis. Skilyrði var sett fyrir stuðningi ríkisins að sveitarfélögin þrjú myndu hefja viðræður um sameiningu þeirra og könnuðu jafnframt grundvöll stærri sameininga. Í tilkynningu forsætisráðuneytis kemur fram að þar sem ekki hafi komið fram áform sveitarfélaganna um að hefja sameiningarviðræður, sé því ekki grundvöllur fyrir verkefninu að svo stöddu.

Í annarri tillögu er lagt til að jarðhitaleit verði haldið áfram á Gálmaströnd í Steingrímsfirði. Nefndin metur það sem svo að mikilvægt sé að halda áfram borunum þar til að meta umfang auðlindarinnar og nýtingarmöguleika hennar. Nýting á jarðhitanum gæfi mikla möguleika til uppbyggingar á nýjum atvinnugreinum ásamt því að styrkja grundvöll núverandi atvinnustarfsemi og búsetuskilyrða.

Ætlar forsætisráðuneytið að fara þess á leit við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að kannaðar verði leiðir til að vinna áfram að jarðhitaleitinni.

Ljósleiðaravæðing á Hólmavík

Þá er lagt til að stutt verði við ljósleiðaravæðingu á Hólmavík. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að því verkefni hafi verið komið af stað í lok síðasta árs þegar ákveðið var að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026.

Loks var lagt til að skipaður yrði starfshópur til að kanna kosti og galla við að skilgreina vegina um Vestfirði, númer 60, 61, 62, 63 og 68, sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Innviðaráðherra hefur nú ákveðið að skipa starfshóp fyrir verkefnið.

Ýmsar aðrar hugmyndir og tillögur voru til umræðu í nefndinni, sem nefndin hvetur til að verði frekar skoðaðar. Meðal annars stuðningur við sauðfjárrækt, hvort svigrúm sé innan núverandi kerfis fyrir sérstakan stuðning til sauðfjárbænda á Ströndum þar sem svæðið er ósýkt landsvæði sem þykir heppilegt til sauðfjárræktar og líflömb þaðan eru mikilvæg til að viðhalda og endurbyggja íslenska sauðfjárstofninn með tilliti til útrýmingar riðu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...