Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Efast um að sjálfvirkur mjaltabúnaður standist reglugerðir
Gamalt og gott 10. júní 2015

Efast um að sjálfvirkur mjaltabúnaður standist reglugerðir

Vegna umræðu í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um umhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi – þar sem meðal annars kom fram að aukin hagkvæmni hefur orðið í greininni frá 2003 – er ekki úr vegi að rifja upp forsíðufrétt frá 1999.

Þar ræðir yfirdýralæknir um sjálfvirkan mjaltabúnað, sem hann efast um að standist reglugerðir um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur.

Í fréttinni sem er í 16. tölublaði þann 28. september segir ennfremur: „Heimild til að nota búnaðinn í eitt ár á einhverjum þerira búa sem taka hann í notkun Af hálfu embættís yfirdýralæknis, hefur sjálfvirki mjaltabúnaðurinn verið til athugunar undanfarna mánuði, m.a. með tílliti til þess hvort hann samrýmist kröfum laga og reglugerða. Það eru m.a. þær Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir júgursjúkdóma og Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir, sem skoðað hafa búnaðinn. Ljóst er af gögnum málsins og af upplýsingum frá þeim, að búnaður þessi er ekki að fullu í samræmi við gildandi reglugerð nr. 671/1997 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. Þetta kemur fram í greinargerð sem Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, ritaði.

Í greinargerðinni segir: „Í 13. tölulið 10. greinar reglugerðarinnar segir í annarri málsgrein: Verði vart sjáanlegra breytinga á mjólkinni skal mjólk úr viðkomandi júgurhluta haldið sér. Ljóst er að búnað- urinn getur ekki „séð" breytingar. Hins vegar er litanemi í þeim tækjum sem hingað verða flutt, sem á m.a. að geta skynjað blóð í mjólk. Tryggt á að vera að mjólk með slíkar breytingar og aðrar sem búnaðurinn getur numið er ekki sett saman við aðra mjólk. Fullkomin reynsla er þó ekki komin á þennan nema. Yfirdýralæknir hefur mælt með því við landbúnaðarráðuneytið, að höfðu samráði við ofangreinda dýralækna, að breyting verði gerð á reglugerðinni, sem heimili notkun þessa búnaðar í tilraunaskyni í eitt ár með ákveðnum skilyrðum. Markmiðið með setningu þessara skilyrða er að tryggja heilbrigði og velferð kúnna og hollustu mjólkurinnar sem fer til sölu. Skilyrði þessi eru ítarleg og samin með hliðsjón af erlendum reglum. I þeim felst nákvæmt eftirlit með notkun búnaðarins á tilraunatímanum og að hægt verði að afturkalla leyfi til notkunar, ef nauðsyn ber til. Gert er ráð fyrir að í lok undanþágutímabilsins verði tekin ákvörðun um leyfi fyrir áframhaldandi notkun í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur. Það er skoðun undirritaðs að eðlilegra hefði verið að búnaður sem þessi hefði fyrst farið til Bútæknideildar RALA til skoðunar og rannsóknar. Því væri æskilegast að úttekt á búnaðinum færi fram af hálfu Bútæknideildar á næstu 12 mánuðum á einhverjum þeim búum sem munu taka hann í notkun og mat verði lagt á notagildi hans við íslenskar aðstæður."

Sjá má skilyrði yfirdýralæknis á bls. 10 í 16. tölublaði árið 1999 á vefslóðinni timarit.is.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...