Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið
Fréttir 3. apríl 2014

Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Þeim fjölgar sífellt sem benda á að kvóti í mjólkurframleiðslu hamli aukinni framleiðslu en nú um stundir er þörf á aukningu. Eðlilegt er að beina sjónum kvóta í mjólk þegar núverandi búvörusamningur rennur út í lok árs 2016. Mjólkurframleiðslan er eini geiri íslensks landbúnaðar sem enn býr við raunverulega framleiðslustýringu en kvótakerfið var sett á til að hamla offramleiðslu á sínum tíma. Nú er svo komið að skortur er á mjólk og því er eðlilegt að velta því upp hvort kvótakerfið hafi runnið sitt skeið.

Þetta var eitt megininntakið í ræður Sigurðar Inga Jóhanns-sonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann hélt á aðalfundi Landssambands kúabænda í síðustu viku. Hann lagði þó á það áherslu að hann væri ekki að boða afnám kvótakerfisins með einu pennastriki. Kæmi til breytinga yrðu þær gerðar með aðlögun yfir langan tíma enda hefðu margir bændur fjárfest umtalsvert í kvóta og miðað rekstur sinn við að fyrir það kæmu beingreiðslur frá ríkinu.

Óþarft að ríkið sjái um kvótamarkað?

Sigurður Ingi velti í máli sínu upp þeirri spurningu hvort að núverandi fyrirkomulag með viðskipti greiðslumarks, uppboðsmarkaðir sem teknir voru upp árið 2010, væri hið endilega ákjósanlegasta leiðin sem hægt væri að fara. Hann spurði hvað það væri sem kallaði á að hið opinbera kæmi að viðskiptum með greiðslumark í stað þess að almennur rammi yrði settur um þau og einkaaðilar hefðu milligöngu um viðskiptin. Hvatti hann bændur til að taka málið til umræðu á sínum vettvangi.

Sigurður Ingi sagði að í sínum huga væri einboðið að leiðin fram á við í mjólkurframleiðslunni byggði á útflutningi. Hann upplýsti að verið væri að setja saman starfshóp sem ætti að undirbúa stefnumótun í mjólkurframleiðslu til framtíðar og sömuleiðis væri búið að skipa samstarfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar. Sá hópur á að greina helstu núgildandi samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur, greina þau sóknarfæri sem kunna vera til staðar innan þeirra samninga, kanna möguleika á gerð fleiri tvíhliða viðskiptasamninga og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá árinu 1995. Stefnt er að því að sá hópur skili niðurstöðu fyrir 1. október næstkomandi.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f