Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Mynd / Skapti Hallgrímsson
Fréttir 30. ágúst 2023

Edda komin á sinn bás

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar.

Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum.

Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrirtæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu.

Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur

Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...