Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Mynd / Skapti Hallgrímsson
Fréttir 30. ágúst 2023

Edda komin á sinn bás

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar.

Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum.

Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrirtæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu.

Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur

Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...