Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dýrbítar valda fjárskaða  á Mosfellsheiði
Fréttir 15. október 2015

Dýrbítar valda fjárskaða á Mosfellsheiði

Höfundur: smh
Við fjársmölun á Mosfellsheiði fyrir skemmstu voru dýrbítar staðnir þar að verki. Um fimmtíu manna leitarhópur var þá vitni að því þegar þrír hundar frá bæ í Mosfellsdalnum, réðust að einu lambinu. 
 
Bjarni Bjarnason, bóndi á Hraðastöðum  í Mosfellsdal, telur líklegt að sömu hundar hafi einnig verið þar að verki síðastliðin þrjú ár. „Við höfum haft þessa þrjá hunda grunaða og nú urðum við vitni að þessu. Þetta hefur ekki verið jafnslæmt og nú. Við höfum áður lent í smátjónum og ófriði, en ekkert líkt þessu,“ segir Bjarni og bætir við að tjónið nái einnig til bæja í nálægum sveitarfélögum þar sem samgangur fjár á Mosfellsheiði sé mikill. „Fé frá mörgum bæjum hefur verið bitið. Við náðum tveimur af þessum þremur hundum og það er búið að lóga þeim. Það er ýmist að hundarnir hafi sært féð eða hreinlega étið að hluta.“

Skylt efni: Dýrbítar

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...