Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóðmerahald til lögreglu.

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ásamt þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökunum Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) hafa kært til lögreglu þau brot á lögum um velferð dýra sem samtökin segja sjást á upptökum sem náðust af blóðmerahaldi í september 2024. Samtökin telja upptökurnar sýna alvarleg og kerfisbundin brot gegn velferð hryssa, sem mikilvægt sé að bregðast við í tæka tíð áður en næsta blóðtökutímabil hefst.

Matvælastofnun (MAST) hafði málið til rannsóknar en tilkynnti síðasta haust að því yrði ekki vísað til lögreglu. Telja DÍS þessa afgreiðslu vera óásættanlega og minna á að umboðsmaður Alþingis hafi hafið frumkvæðisrannsókn á afgreiðslu MAST á málinu. MAST mat það svo að fundist hefðu alvarleg frávik en að í flestum tilfellum verið um einn og sama einstaklinginn að ræða. Búið væri að koma í veg fyrir að þessi aðili kæmi að meðferð hrossa aftur. Ekki væri því ástæða til að aðhafast frekar.

„Ef annað blóðtökutímabil fær að hefjast eru yfirvofandi frekari brot gegn lögum um velferð dýra. Telja samtökin því þann eina kost færan að kæra málið beint og krefjast þess að lögreglan rannsaki málið með sjálfstæðum hætti. Mikilvægt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst í ljósi þess að næsta blóðtökutímabil hefst að óbreyttu síðla sumars,“ segir í tilkynningu frá DÍS.

Skylt efni: blóðmerahald

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...