Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóðmerahald til lögreglu.

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ásamt þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökunum Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) hafa kært til lögreglu þau brot á lögum um velferð dýra sem samtökin segja sjást á upptökum sem náðust af blóðmerahaldi í september 2024. Samtökin telja upptökurnar sýna alvarleg og kerfisbundin brot gegn velferð hryssa, sem mikilvægt sé að bregðast við í tæka tíð áður en næsta blóðtökutímabil hefst.

Matvælastofnun (MAST) hafði málið til rannsóknar en tilkynnti síðasta haust að því yrði ekki vísað til lögreglu. Telja DÍS þessa afgreiðslu vera óásættanlega og minna á að umboðsmaður Alþingis hafi hafið frumkvæðisrannsókn á afgreiðslu MAST á málinu. MAST mat það svo að fundist hefðu alvarleg frávik en að í flestum tilfellum verið um einn og sama einstaklinginn að ræða. Búið væri að koma í veg fyrir að þessi aðili kæmi að meðferð hrossa aftur. Ekki væri því ástæða til að aðhafast frekar.

„Ef annað blóðtökutímabil fær að hefjast eru yfirvofandi frekari brot gegn lögum um velferð dýra. Telja samtökin því þann eina kost færan að kæra málið beint og krefjast þess að lögreglan rannsaki málið með sjálfstæðum hætti. Mikilvægt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst í ljósi þess að næsta blóðtökutímabil hefst að óbreyttu síðla sumars,“ segir í tilkynningu frá DÍS.

Skylt efni: blóðmerahald

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...