Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dýralæknar munu sjá um geldingar grísa
Fréttir 5. júní 2014

Dýralæknar munu sjá um geldingar grísa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Svínaræktarfélag Íslands og Landssamtök sláturleyfishafa sendu frá sér yfirlýsingu 28. maí síðastliðinn þar sem frá því var greint að svínabændur ætli að hætta að gelda sína grísi sjálfir en láta dýralækni framvegis um geldingarnar að undangenginni deyfingu eða svæfingu. Svínabændur breyta þannig starfsháttum í samræmi við ný lög um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót.

Þrír kostir í stöðunni

Málið kemur upp í kjölfar umfjöllunar Bændablaðsins frá 22. maí síðastliðnum þar sem bólusetningar, sem nýjan valkostur við geldingar grísa, var kynntur. Þar sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir eftirfarandi: „Málið er á því stigi núna að svínabændur verða að gera upp við sig hvernig þeir ætli að standa að málum hjá sér. Ný lög um velferð dýra eru skýr; nú má enginn gelda dýr nema dýralæknar og það verður að gera að undangenginni deyfingu eða svæfingu ásamt verkjastillingu. Svínabændur verða að fara að lögum og geta gert það á þrennan máta; ekki gelda, fá dýralækni til að gelda með skurðaðgerð eða nota þessa aðferð sem við kynntum á fræðslufundinum [um bólusetningarnar – innskot blm.].“

Fréttastofa Ríkisútvarpsins tók málið svo upp og málið komst í hámæli helgina 24.-25. maí. Eftir nokkurt þóf í fjölmiðlum dagana á eftir ákváðu svínabændur að gefa út yfirlýsinguna um að þeir myndu hætta sjálfir að gelda grísi. Í viðtali við Ríkisútvarpið 28. maí síðastliðinn sagði Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, að hann gerði fastlega ráð fyrir að breytingin myndi taka gildi strax þann dag.

Innfluttar afurðir uppfylli svipaðar kröfur

Í yfirlýsingu svínabænda og sláturleyfishafa er skorað á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“

Engar þvingunaraðgerðir á meðan unnið er að endurbótum

Hjá Matvælastofnun fengust þær upplýsingar að síðastliðið haust hafi svínabændur sótt um undanþágu við kröfu um deyfingu við geldingar grísa til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðan beiðnin var til meðferðar hjá ráðuneytinu var Matvælastofnun beðin um að grípa ekki til aðgerða. Ráðuneytið hafnaði beiðni svínabænda og barst Matvælastofnun bréf þess efnis 18. mars.  Í kjölfarið óskuðu svínabændur eftir nánari upplýsingum frá Matvælastofnun um hvernig hægt væri að beita bólusetningu til að gelda grísi. Af því tilefni hélt Matvælastofnun opinn fræðslufund 6. maí síðastliðinn undir yfirskriftinni „Bólusetning – nýr valkostur við geldingar grísa“, sem svínabændum, sláturleyfishöfum, neytendasamtökum og dýra­verndarsamtökum var boðið að sækja. Framkvæmd bólusetningar í stað geldingar felur í sér umfangsmiklar breytingar á verklagi og voru svínabændur upplýstir á fundinum um að Matvælastofnun myndi ekki beita þvingunarúrræðum út árið svo lengi sem að svínabændur gætu sýnt fram á að verið væri að innleiða og setja í framkvæmd nýtt verklag sem uppfyllir ákvæði nýrra dýravelferðarlaga. 

Þessu var fylgt eftir með bréfi Matvælastofnunar til svínabænda þar sem þeim er gert að sýna fram á, fyrir 10. júní 2014, hvernig þeir hyggist standa að innleiðingu nýs verklags við geldingar grísa, sem uppfyllir lagakröfur. Jafnframt yrði þessu fylgt eftir með eftirlitsheimsókn og að því loknu verður lagt mat á framgang mála og þörf á aðgerðum. Markmiðið væri að allir svínabændur uppfylli þessar kröfur sem fyrst og í síðasta lagi í lok árs 2014. 

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur Evrópusambandið lýst því yfir að svínabændum þar verði gefinn frestur til 2018 til að gelda grísi án deyfingar eða svæfingar. Það eigi til dæmis við um Danmörku en í Svíþjóð hefur svínabændum verið veittur frestur til 2016.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...