Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dýr eru skyni gæddar verur
Á faglegum nótum 20. mars 2014

Dýr eru skyni gæddar verur

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Um síðastliðin áramót tóku gildi ný lög um dýravelferð, ásamt nýjum lögum um búfjárhald. Munurinn á nýjum lögum um velferð dýra og eldri lögum um dýravernd liggur ekki síst í því að lögð er áhersla á velferð dýra í hvívetna, ekki bara að vernda þau fyrir illri meðferð. Þetta á við um öll dýr, gæludýr, búfé og villt dýr. Þegar talað er um dýravelferð er átt við að dýr séu ekki útsett fyrir vanlíðan, vanfóðrun, ótta, sársauka og þeim sé sinnt af kostgæfni, allt frá fæðingu. Þetta á líka við um sláturdýr og skulu aðstæður við slátrun uppfylla skilyrði um velferð dýra, þó einhverjum kunni að finnast það ankannalegt orðalag.
 
Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralæknis í heilbrigði og velferð dýra hjá Matvælastofnun, á Landsýn – Vísindaþingi landbúnaðarins. Með nýjum lögum var eftirlit með málaflokknum allt fært til Matvælastofnunar en áður hafði hluti þess verið á hendi Umhverfisstofnunar og hjá sveitarfélögunum. Þá er eingöngu eitt ráðuneyti, atvinnuvegaráðuneytið, sem fer með forsjá málaflokksins. Ráðnir hafa verið sex dýraeftirlitsmenn, einn í hvern landshluta sem fellur undir héraðsdýralækna, sem sinna skulu eftirliti með dýrum.
 
Bann við kynmökum við dýr
 
Nýju lögin eru mun víðtækari en þau eldri og ná til dýra sem áður höfðu ekki fallið undir lög um dýravernd, svo sem býflugna. Enn fremur er viðurkennt í lögunum að dýr séu skyni gæddar verur, sem er nýmæli og hefur verið að ryðja sér til rúms í öðrum löndum. Þá er í lögunum lagt bann við því að eiga samræði eða önnur kynmök við dýr en ekkert slíkt ákvæði var í eldri lögum.
 
Geti sýnt sem eðlilegast atferli
 
Markmið laganna er enn fremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli að eins miklu leyti og kostur er. Þá er lögð sú skylda á almenning að bregðast við verði fólk vart við sjúk eða bjargarlaus dýr. Það má gera með því að hafa samband við lögreglu eða sveitarfélag ef um villt eða hálfvillt dýr er að ræða. Sé dýr mjög illa haldið er einnig sá möguleiki fyrir hendi að aflífa eigi dýrið á staðnum, þó eftir forskrift í lögunum.
Skýrari verkferlar eru í lögunum leiki grunur á um illa meðferð dýra. Skylt er að tilkynna slíkan grun til viðkomandi yfirvalda, það er til Matvælastofnunar eða til lögreglu sem hefur þá samráð við Matvælastofnun. Stofnuninni er skylt að kanna allar ábendingar sem henni berast. Hægt er að gera slíkt undir nafnleynd, meðal annars með tilkynningahnapp á heimasíðu stofnunarinnar, mast.is.
 
Í lögunum er gerð krafa um að hver sá sem haldi dýr skuli hafi grunnþekkingur á þörfum og umönnun viðkomandi dýrategundar. Sömuleiðis skal dýrahaldari hafa nægilega getu, líkamlega sem andlega, til að annast dýrið. Rekstraraðilar sem hafa fólk í vinnu við umhirðu dýra skulu tryggja að starfsfólk hafi nægjanlega þekkingu og hæfni til að vera í stakk búin til að sinna sínum skyldum gagnvart dýrunum.
 
Áhættumiðað eftirlit
 
Með nýju lögunum verður eftirlit með dýrahaldi í atvinnuskyni áhættumiðað. Upphaflega stóð til að eftirlit skyldi fara fram eigi sjaldnar en annað hvert ár en með lagabreytingu við umræður um fjárlög nú í lok síðasta árs var fallið frá því. Þóra Jóhanna sagði í sínu erindi að hún fagnaði því þar eð þá væri hægt að beina eftirliti þangað sem áhættan væri mest. Rétt er að taka fram að alls ekki allir eru sammála mati Þóru Jóhönnu á því og hafa komið fram efasemdir um framkvæmd eftirlitsins með þessum hætti. Þær lúta þá einkum að viðbragðsflýti varðandi mál sem snúa að illri meðferð á dýrum sem og hættunni á að slík mál líti ekki dagsins ljós vegna skorts á eftirliti.
 
Víðtækari heimildir til viðbragða við brotum
 
Nýju lögin veita Matvælastofnun víðtækar heimildir til að beita þvingunarúrræðum ef brotið er gegn þeim. Er það að mati Þóru Jóhönnu mikil bragarbót frá fyrri lögum en þar voru úrræði fá. Heimilt er samkvæmt nýju lögunum að beita dagsektum, stjórnvaldssektum eða stöðva starfsemi sé ástæða til. Þá verður stofnuninni heimilt að framkvæma vörslusviptingu, leggja tímabundið bann við dýrahaldi eða fara fram á að dýraeigandi verði með dómi sviptur heimild til að hafa dýr í sinni umsjá hafi hann gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lögunum.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...