Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gætið þess að lok sé sett strax yfir pottinn um leið og notkun hans lýkur.
Gætið þess að lok sé sett strax yfir pottinn um leið og notkun hans lýkur.
Mynd / TB
Fréttir 31. júlí 2019

Drukknun barna á Íslandi

Höfundur: Herdís Storgaard

Herdís Storgaard.
Mynd: Sebastian S.
Á árunum 1984-1993 drukknuðu eða nærdrukknuðu 48 börn á aldrinum 0-14 ára. Vegna nýrra reglna á sundstöðum hefur þessum slysum fækkað um 55% frá 1994 til dagsins í dag. Athyglisvert er að drukknunum barna hefur fjölgað í öðrum Evrópulöndum á sama tíma.
 
Nærdrukknun er þegar að barn fer í hjarta- og öndunarstopp, er endurlífgað og lifir slysið af heilbrigt eða með skemmdir á heila sökum súrefnisskorts.
 
Drukknun ungbarna
 
Ekkert kemur í stað eftirlits fullorðinna með börnum. Ung börn geta drukknað á innan við 3 mínútum í aðeins 2-5 cm djúpu vatni. Drukknun getur átt sér stað víða, s.s. í sundlaug, baði, setlaug, ám, lækjum og ekki síst pollum. Það getur gerst mjög skyndilega og hljóðlega án hrópa eða busls í vatninu.
 
Ekki má treysta eingöngu á sundkennslubúnað, s.s. armakúta eða sundjakka. Börn á þessum aldri eru forvitin og sífellt á ferðinni. Ef þau lenda í erfiðleikum hafa þau litla möguleika á að bjarga sér m.a. vegna þess að höfuð þeirra er hlutfallslega mjög þungt og stórt miðað við líkamann og því eiga þau erfitt með að lyfta höfðinu upp til að ná andanum. Þungur og fyrirferðarmikill fatnaður gerir þeim erfitt fyrir að koma sér upp og ekki má gleyma að kuldi vatns getur dregið fljótt úr kröftum þeirra. 
 
Forðist að leyfa börnum að nota hringlaga kúta (kleinuhringinn) sem þau hafa um sig miðja því þetta er ekki flotbúnaður heldur leikfang og þessi leikföng eru afar hættuleg þar sem börnin geta runnið niður úr þeim eða ef þeir falla þétt að líkama þeirra þá er hætta á að þeim hvolfi. Þegar það gerist er mjög erfitt fyrir barnið að komast með höfuðið upp úr þar sem kúturinn í raun hindrar það að hluta. 
 
Aðgát á ferðalögum
 
Gætið sérstaklega að ungum börnum á ferðalögum, þá einkum nálægt setlaugum og heitum pottum. Gætið þess að lok sé sett strax yfir pottinn um leið og notkun hans lýkur. Því miður hafa börn komist í hættu þegar þau hafa laumað sér aftur út í pottinn. Á ferðalögum er það algengt að fjölskyldan sé að koma á staði þar sem þau þekkja ekki aðstæður og þess vegna er ekki alltaf vitað af vötnum, lækjum og tjörnum og börnunum oft leyft að fara út að leika sér án þess að umhverfið hafi verið kannað gaumgæfilega. Því miður hefur ferðalagið oft endað  illa við þessar kringumstæður.
 
Nánari upplýsingar um slysavarnir barna er að finna á www.msb.is og á Facebook-síðu verkefnisins Árvekni – slysavarnir barna.
 
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...