Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Drónar sem planta trjám
Fréttir 21. ágúst 2015

Drónar sem planta trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen
Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng­i­nee­ring, vinn­ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús­und hektara lands á ári með drón­um.
 
Talsmaður BCE segir að í baráttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skógum hefur verið eytt.
 
Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningarsvæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins.

Skylt efni: drónar

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...