Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Drónar sem planta trjám
Fréttir 21. ágúst 2015

Drónar sem planta trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen
Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng­i­nee­ring, vinn­ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús­und hektara lands á ári með drón­um.
 
Talsmaður BCE segir að í baráttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skógum hefur verið eytt.
 
Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningarsvæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins.

Skylt efni: drónar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...