Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drónar sem planta trjám
Fréttir 21. ágúst 2015

Drónar sem planta trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen
Breskt fyrirtæki, BioCarbon Eng­i­nee­ring, vinn­ur nú að því að hanna dróna sem geta gróðursett tré. Markmið fyrirtækisins er að planta milljarði trjáa í um 500 þús­und hektara lands á ári með drón­um.
 
Talsmaður BCE segir að í baráttunni við skógareyðingu verði að finna nýjar leiðir og að nýta sér dróna sé ein þeirra. Að hans sögn geta drónar komist á svæði sem erfitt er að komast á með fræ eða smáplöntur. Fyrstu tilraunir með sáningu og gróðursetningu af þessu tagi verða gerðar í Suður-Afríku og á svæðum í Amason þar sem skógum hefur verið eytt.
 
Áætlun BCE gerir ráð fyrir að áður en farið er út í sáningu eða gróðursetningu verði drónar sendir í yfirlitsflug og gróðursetningarsvæði ákveðin út frá myndum og GPS punktum. Næsta skref er að ákveða hversu mikið þarf af plöntum eða fræjum og drónum til verksins. Drónarnir munu síðar bera hylki með fræjum eða fræplöntum sem þeir skjóta niður í jörðina úr eins til tveggja metra hæð. Hylkin sem innihalda áburð munu síðan leysast upp fljótlega og plantan skjóta rótum eða fræin spíra. Að lokum er svo hægt að nota drónana til að fylgjast með árangri verksins.

Skylt efni: drónar

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...